Hvað græðum við á loftslagsaðgerðum? Alexandra Ýr van Erven skrifar 18. ágúst 2022 12:30 Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr. Það mætti jafnvel halda að það að ákveðin aðgerð hafi jákvæð áhrif á umhverfið sé ekki næg röksemdafærsla til þess að ná eyrum réttra aðila. Því ef svo væri, væri búið að ráðast í mun afdrifaríkari aðgerðir gegn loftslagsvánni. Ætli það væri ekki búið að lögfesta markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, setja heildarlög um almenningssamgöngur þar sem hlutverk hins opinbera eru skilgreind, endurheimta mun meira votlendi og svo framvegis og framvegis. Það að þessar og margar aðrar aðgerðir skili okkur jörð sem við getum búið á næstu hundruð, eða jafnvel þúsund árin, ætti að vera nógu mikill hvati en þar sem viðbrögð skortir má benda á að ávinningurinn er víðfemari. Lausnir í loftslagsmálum geta nefnilega einnig stuðlað að betra samfélagi á annan hátt í leiðinni. Þetta eru svokallaðar win-win aðstæður. Sem dæmi langar mig að nefna sjálfbært borgarskipulag og þá sérstaklega sjálfbært háskólasamfélag. Krafa stúdenta til margra ára um aukna byggð við háskólana er að vissu leyti fyrirmyndar útgáfa af sjálfbæru borgarskipulagi. Uppbygging stúdentaíbúða í grennd við háskólana, aukið framboð af nauðsynlegri þjónustu á háskólasvæðunum og bættar almenningssamgöngur að byggingum háskólanna eykur í senn lífsgæði stúdenta og dregur um leið töluvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Húsnæði er sjálfsögð grunnþörf en samspil lágra námslána og hækkandi leiguverðs skerðir aðgengi margra stúdenta að húsnæði. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg aðgerð til þess að tryggja aðgengi stúdenta að viðunandi húsakosti á hagkvæmu verði. Niðurstöður skýrslu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um stúdenta á húsnæðismarkaði sýnir að stór hluti þess nemendahóps leigir húsnæði á almennum markaði þar sem stúdentagarðar anna ekki eftirspurn. Leiga á almennum markaði slagar í mörgum tilfellum upp í 40% af ráðstöfunartekjum stúdenta en er það skilgreint sem íþyngjandi húsnæðiskostnaður. Til samanburðar er markmið hins opinbera að húsnæðiskostnaður verði ekki hærri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum. Uppbygging stúdentaíbúða er því nauðsynleg kjarabót fyrir háskólanema sem um leið skapar grænna samfélag með þéttri og blandaðri byggð sem er aðgengileg með góðum almenningssamgöngum. Annað baráttumál stúdentahreyfinganna er að auka aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi háskólanna. Á háskólasvæðum ættu að vera til staðar matvörubúðir, heilsugæsla, líkamsrækt og grenndargámar svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta stuðlar að því að háskólasamfélagið verði sjálfbært samfélag og gerir stúdentum auðvelt að leggja bílnum til frambúðar. Bættar almenningssamgöngur eru annað lykilatriði fyrir nemendur, hvort sem þau búa í grennd við skólana eða ekki. Að flýta framkvæmdum við borgarlínu er augljóst hagsmunamál fyrir stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Enn fremur þarf að tryggja öflugt net almenningssamgangna á landinu öllu fyrir nemendur sem sækja skóla í dreifbýli eða í fjarlægð frá heimili sínu. Með eflingu fjarnáms er því nauðsynlegt að huga að samgöngumálum samhliða. Bíllaus lífsstíll er og verður æ eftirsóknarverðari kostur auk þess sem það er erfitt að reka bíl á ráðstöfunartekjum háskólanema. Þétt byggð, grunnþjónusta í nærumhverfi og bættar almenningssamgöngur eru því loftslagsaðgerðir sem við stórgræðum á, á svo marga vegu. Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra Stúdenta. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun