Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 15:01 Þorgrímur Smári mun ekki þurfa að nota harpix á komandi leiktíð. Vísir/Elín Björg Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sjá meira