Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:46 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. Tæplega helmingur landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands samkvæmt nýrri Gallúp könnun. Drífa sagði starfi sínu lausu 10. ágúst síðastliðinn vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar sem hún segir að hafi dregið úr vinnugleði og baráttuanda. Könnunin var þó keyrð út fimm dögum áður en hún tók ákvörðun um starfslok. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nýtur þá tæplega 21% stuðnings aðspurðra en fast á hæla hans kemur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins en tæp 18% sögðust treysta honum best til þess að gegna embætti forseta ASÍ. „Ég fer svo sem ekkert í grafgötur með það að ég myndi vilja sjá Ragnar Þór Ingólfsson taka þetta embætti ef hann fengist til þess en ég veit ekki hver hugur hans er til þess í þeim efnum. Ragnar hefur staðið sig gríðarlega vel sem formaður VR sem er stærsta félagið innan Alþýðusambandsins og hefur alla burði til þess að láta gott af sér leiða í þessu veigamikla embætti,“ segir Vilhjálmur. Inntur eftir viðbrögðum við gríðarlegum stuðningi sem Drífa nýtur samkvæmt könnuninni segist hann ekki gera neinar athugasemdir við hann. „Þetta er skoðun fólks en ég hef trú á því að almenningur hafi kannski ekki sömu upplýsingar um hvernig ágreiningurinn, samstarfið og áherslumunurinn hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar.“ Breytingar innan ASÍ forsenda framboðs Ragnar Þór kveðst þakklátur fyrir sýndan stuðning og segir marga hafa komið að máli við hann og hvatt hann til að taka slaginn. Hann útilokar ekki framboð. „Það er bara svo margt sem þarf að lagast innan Alþýðusambandsins og gera þarf ákveðnar breytingar á strúktúr þess til að fá meiri virkni þannig að hlutverk forsetans verði fyrst og fremst að sinna áherslumálum aðildarfélaganna, gæta jafnræðis og vera þetta sameiningartákn.“ Hann verði því að kanna hvort það sé vilji innan aðildarfélaganna að breytingar verði gerðar. „Í óbreyttri mynd get ég sagt að ég hef takmarkaðan áhuga á þessu starfi en ef það er vilji til þess innan aðildarfélaganna að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þannig að það virki og verði það afl sem því var ætlað að vera og að öll aðildarfélögin, hvort sem þau eru stór eða smá, njóti sannmælis og að áherslurnar fái að skína í gegn og að Alþýðusambandið verði ekki einhvers konar millilag þar sem áherslur einstakra blokka eða fylkinga verði alltaf ofan á.“ „Ef ég sé að það er vilji til að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þá get ég sagt að ég hafi áhuga á að taka það verkefni að mér.“ Kjaramál Vinnumarkaður Skoðanakannanir ASÍ Tengdar fréttir Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. 19. ágúst 2022 07:09 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Tæplega helmingur landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands samkvæmt nýrri Gallúp könnun. Drífa sagði starfi sínu lausu 10. ágúst síðastliðinn vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar sem hún segir að hafi dregið úr vinnugleði og baráttuanda. Könnunin var þó keyrð út fimm dögum áður en hún tók ákvörðun um starfslok. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR nýtur þá tæplega 21% stuðnings aðspurðra en fast á hæla hans kemur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins en tæp 18% sögðust treysta honum best til þess að gegna embætti forseta ASÍ. „Ég fer svo sem ekkert í grafgötur með það að ég myndi vilja sjá Ragnar Þór Ingólfsson taka þetta embætti ef hann fengist til þess en ég veit ekki hver hugur hans er til þess í þeim efnum. Ragnar hefur staðið sig gríðarlega vel sem formaður VR sem er stærsta félagið innan Alþýðusambandsins og hefur alla burði til þess að láta gott af sér leiða í þessu veigamikla embætti,“ segir Vilhjálmur. Inntur eftir viðbrögðum við gríðarlegum stuðningi sem Drífa nýtur samkvæmt könnuninni segist hann ekki gera neinar athugasemdir við hann. „Þetta er skoðun fólks en ég hef trú á því að almenningur hafi kannski ekki sömu upplýsingar um hvernig ágreiningurinn, samstarfið og áherslumunurinn hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar.“ Breytingar innan ASÍ forsenda framboðs Ragnar Þór kveðst þakklátur fyrir sýndan stuðning og segir marga hafa komið að máli við hann og hvatt hann til að taka slaginn. Hann útilokar ekki framboð. „Það er bara svo margt sem þarf að lagast innan Alþýðusambandsins og gera þarf ákveðnar breytingar á strúktúr þess til að fá meiri virkni þannig að hlutverk forsetans verði fyrst og fremst að sinna áherslumálum aðildarfélaganna, gæta jafnræðis og vera þetta sameiningartákn.“ Hann verði því að kanna hvort það sé vilji innan aðildarfélaganna að breytingar verði gerðar. „Í óbreyttri mynd get ég sagt að ég hef takmarkaðan áhuga á þessu starfi en ef það er vilji til þess innan aðildarfélaganna að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þannig að það virki og verði það afl sem því var ætlað að vera og að öll aðildarfélögin, hvort sem þau eru stór eða smá, njóti sannmælis og að áherslurnar fái að skína í gegn og að Alþýðusambandið verði ekki einhvers konar millilag þar sem áherslur einstakra blokka eða fylkinga verði alltaf ofan á.“ „Ef ég sé að það er vilji til að gera ákveðnar breytingar innan Alþýðusambandsins þá get ég sagt að ég hafi áhuga á að taka það verkefni að mér.“
Kjaramál Vinnumarkaður Skoðanakannanir ASÍ Tengdar fréttir Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. 19. ágúst 2022 07:09 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ 49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. 19. ágúst 2022 07:09
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14