„Hún steinliggur inni sem formaður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:21 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar bauð sig fram í formannsembætti flokksins í dag. „Hún steinliggur inni“ sagði Össur Skarphéðinsson við það tækifæri. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29