Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 09:41 Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö greindi frá stöðu mála á blaðamannafundi í morgun. EPA-EFE/JONAH NILSSON Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. Mikil ringulreið skapaðist í verslunarmiðstöðinni á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar byssuskot heyrðust inni í miðstöðinni. Árásarmanninum, sem er sagður aðeins fimmtán ára gamall, tókst að skjóta tvo en 31 árs karlmaður sem varð fyrir skoti lést í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn í árásinni er sagður frá Gautaborg og áður óþekktur af lögreglunni. Að sögn lögreglu bendir allt til að hann hafi verið einn að verki. Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina í gær.EPA-EFE/Johan Nilsson „Allt bendir til að karlmaðurinn hafi verið skotmark árásarmannsins. Því miður virðist konan aðeins hafa villst þarna fram hjá og var í kjölfarið skotin,“ sagði Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö í yfirlýsingu í morgun og ríkisútvarp Svíþjóðar greinir frá. Að sögn Stenkula er ástandið í Malmö mjög viðkvæmt og ofbeldisglæpum hafi fjölgað þar að undanförnu. Margir hafi misst ástvini sína vegna ofbeldisglæpa undanfarið og borgarbúar finni vel fyrir þessari breytingu. „Við þurfum að ráðast í langtímavinnu til að vinna bug á þessari ofbeldismenningu sem hefur skapast meðal ungmenna,“ sagði Stenkula. Lögreglan hefur hvatt vitni til þess að hafa samband til að fara yfir atburðarrásina og hjálpa rannsókn lögreglu þannig. Þá hefur lögreglan tilkynnt að miðstöð verði sett upp til að veita fólki áfallahjálp eftir atvikið. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist í verslunarmiðstöðinni á fjórða tímanum síðdegis í gær þegar byssuskot heyrðust inni í miðstöðinni. Árásarmanninum, sem er sagður aðeins fimmtán ára gamall, tókst að skjóta tvo en 31 árs karlmaður sem varð fyrir skoti lést í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn í árásinni er sagður frá Gautaborg og áður óþekktur af lögreglunni. Að sögn lögreglu bendir allt til að hann hafi verið einn að verki. Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina í gær.EPA-EFE/Johan Nilsson „Allt bendir til að karlmaðurinn hafi verið skotmark árásarmannsins. Því miður virðist konan aðeins hafa villst þarna fram hjá og var í kjölfarið skotin,“ sagði Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö í yfirlýsingu í morgun og ríkisútvarp Svíþjóðar greinir frá. Að sögn Stenkula er ástandið í Malmö mjög viðkvæmt og ofbeldisglæpum hafi fjölgað þar að undanförnu. Margir hafi misst ástvini sína vegna ofbeldisglæpa undanfarið og borgarbúar finni vel fyrir þessari breytingu. „Við þurfum að ráðast í langtímavinnu til að vinna bug á þessari ofbeldismenningu sem hefur skapast meðal ungmenna,“ sagði Stenkula. Lögreglan hefur hvatt vitni til þess að hafa samband til að fara yfir atburðarrásina og hjálpa rannsókn lögreglu þannig. Þá hefur lögreglan tilkynnt að miðstöð verði sett upp til að veita fólki áfallahjálp eftir atvikið.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö var með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar síðdegis. 19. ágúst 2022 15:40