Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17. Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17.
Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira