Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í fingraveseni rétt fyrir tónleika sína um helgina. Owen Fiene Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. Víkingur var mættur til Þýskalands til að spila Grieg's concerto á tónlistarhátíð í Bremen en fólkið á bak við hátíðina reyndist honum vel. Fljótlega var honum komið til læknis sem útvegaði honum lyf til að laga sýkinguna. Læknirinn, sem var svo sannarlega til staðar fyrir Víking, átti svo miða á tónleika hans um kvöldið og mætti fyrst á búningaæfinguna til öryggis, ef ske kynni að Víkingur þyrfti á henni að halda. Vísifingur Víkings var í slæmu ástandi þegar hann vaknaði.Instagram Story @vikingurolafsson Stuttu síðar deildi Víkingur batanum á Instagram sögu sinni þar sem sýkingin virðist hafa gengið niður rétt fyrir fyrstu tónleikana. Þar skrifaði Víkingur: „Bæting! Þetta var rétt fyrir fyrstu tónleikana. Guði sé lof fyrir lyf. Ég fann ennþá svolítið til en náði að komast í gegnum báða tónleika. Og tónleikarnir gengu mjög vel, þrátt fyrir allt.“ Rétt fyrir tónleikana hafði sýkingin blessunarlega gengið vel til baka.Instagram Story @vikingurolafsson Blómvöndur fyrir lækninn Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Víkingur gaf lækninum blómvöndinn sem hann fékk að loknum tónleikum. „Ég gaf lækninum blómvöndinn, auðvitað. Hversu frábær manneskja. Hún keyrði meira að segja á hótelið til mín með sérstakt smyrsli þegar ég var að fara klukkan hálf sjö í morgun,“ skrifaði Víkingur að lokum. Allt er gott sem endar vel!Instagram Story @vikingurolafsson Það er nóg um að vera hjá Víkingi þessa dagana en hann er nú mættur til Spánar þar sem hann spilar í San Sebastián í kvöld. Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Víkingur Heiðar Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Víkingur var mættur til Þýskalands til að spila Grieg's concerto á tónlistarhátíð í Bremen en fólkið á bak við hátíðina reyndist honum vel. Fljótlega var honum komið til læknis sem útvegaði honum lyf til að laga sýkinguna. Læknirinn, sem var svo sannarlega til staðar fyrir Víking, átti svo miða á tónleika hans um kvöldið og mætti fyrst á búningaæfinguna til öryggis, ef ske kynni að Víkingur þyrfti á henni að halda. Vísifingur Víkings var í slæmu ástandi þegar hann vaknaði.Instagram Story @vikingurolafsson Stuttu síðar deildi Víkingur batanum á Instagram sögu sinni þar sem sýkingin virðist hafa gengið niður rétt fyrir fyrstu tónleikana. Þar skrifaði Víkingur: „Bæting! Þetta var rétt fyrir fyrstu tónleikana. Guði sé lof fyrir lyf. Ég fann ennþá svolítið til en náði að komast í gegnum báða tónleika. Og tónleikarnir gengu mjög vel, þrátt fyrir allt.“ Rétt fyrir tónleikana hafði sýkingin blessunarlega gengið vel til baka.Instagram Story @vikingurolafsson Blómvöndur fyrir lækninn Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Víkingur gaf lækninum blómvöndinn sem hann fékk að loknum tónleikum. „Ég gaf lækninum blómvöndinn, auðvitað. Hversu frábær manneskja. Hún keyrði meira að segja á hótelið til mín með sérstakt smyrsli þegar ég var að fara klukkan hálf sjö í morgun,“ skrifaði Víkingur að lokum. Allt er gott sem endar vel!Instagram Story @vikingurolafsson Það er nóg um að vera hjá Víkingi þessa dagana en hann er nú mættur til Spánar þar sem hann spilar í San Sebastián í kvöld.
Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Víkingur Heiðar Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira