Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er byrjuð að láta til sín taka hjá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu
Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal
SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi
PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54