Ójöfnuður hafi aukist í fyrra Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 14:25 Guðrúnartún 1 þar sem skrifstofa ASÍ er til húsa auk annarra félaga. VÍSIR/VILHELM Á síðasta ári jókst ójöfnuður í íslensku hagkerfi samkvæmt mánaðaryfirlit ASÍ. Þar kemur fram að stærsta breytingin á tekjum íslenskra heimila í fyrra hafi verið aukning fjármagnstekna en sú aukning hafi nær einungis verið hjá tekjuhæstu tíu prósentum heimilanna. Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum. Kjaramál ASÍ Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að hjá tekjuhæstu tíu prósentum íslenskra heimila hækkuðu ráðstöfunartekjur að meðaltali um rúmlega tíu prósent. Þá hækkun megi einna helst rekja til hækkunar fjármagnstekna en tekjuhækkun í öðrum tekjutíundum var mun minni. Hér fyrir neðan má sjá meðalbreytingu einstakra tekjuhópa þar sem hæsta tekjutíundin bætti miklu við sig. Tekjuskipting ívið jafnari á Íslandi en á Norðurlöndum Í mánaðaryfirlitinu kemur fram að í alþjóðlegum samanburði sé tekjuskipting heldur jöfn á Íslandi og sömuleiðis einna jöfnust meðal OECD ríkja. Þá segir einnig í yfirlitinu að tekjudreifing á Ísland sé jafnari en á Norðurlöndunum eða á pari við þau þrátt fyrir að launadreifing á íslenskum vinnumarkaði sé heldur ójafnari en á hinum Norðurlöndunum. Þar vegur á móti að atvinnuþátttaka er hærri hér á landi en eftir því sem fleiri eru á vinnumarkaði þeim mun jafnari er tekjuskipting almennt. Ójöfnuður aukist undanfarna tvo áratugi Til að meta umfang tekjujöfnuðar beitir ASÍ Gini-mælikvarðanum sem dregur saman í eina tölu umfang ójafnaðar í tekjuskiptingu þjóðar. Sá stuðull nær frá núll upp í einn og því hærri sem talan er því meiri er ójöfnuðurinn. Hér fyrir neðan má sjá graf sem sýnir þróun Gini-stuðulsins á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þar sést hvernig tekjuskipting varð ójafnari frá miðbiki tíunda áratugarins og svo hvernig stuðullinn hækkaði hratt á árunum fyrir fjármálahrun. Eftir hrun lækkaði stuðullinn svo aftur nokkuð hratt. Á árunum 2013 til 2020 reis stuðullinn síðan og hneig aftur og loks sést síðan hvernig ójöfnuður jókst aftur í fyrra. Skoði maður grafið í heild sinni sést einnig hvernig ójöfnuður er orðinn nokkuð meiri en hann var fyrir tveimur áratugum.
Kjaramál ASÍ Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira