Umfjöllun: Víkingur-Valur 2-2 | Draumaúrslit fyrir Blika í leik Víkings og Vals Hjörvar Ólafsson skrifar 22. ágúst 2022 22:15 Helgi Guðjónsson fagnar marki sínum í leiknum með samherjum sínum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur og Valur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Bæði lið hefðu þurft þrjú stig til þess að saxa á forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar. Fyrri hálfleikur var opinn og fjörugur en bæði lið sköpuðu sér fjölmörg færi fyrstu 45 mínútur leiksins. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum hafði Víkingur sett boltann tvisvar sinnum í stöngina og Valur einu sinni. Eitthvað varð undan að láta og Helgi Guðjónsson braut ísinn um miðbik fyrri hálfleiksins. Birnir Snær Ingason fann þá Helga á fjærstönginni og framherjinn gerði vel að koma boltanum í markið úr þröngu færi. Sjö mínútum síðar tvöfaldaði Kyle McLagan forystu Víkings en hann skoraði fyrsta mark sitt í sumar eftir hornspyrnu frá Danijel Dejan Djuric. McLagan var fyrir þetta mark eini leikmaður Víkinga sem hafði ekki skorað til þessa á tímabilinu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks kom Tryggvi Hrafn Haraldsson Valsmönnum inn í leikinn með sjöunda deildarmarki sínu á leiktíðinni. Tryggvi Hrafn var þarna að skora beint úr aukaspyrnu í öðrum leiknum í röð. Áður en markið kom hafði Ágúst Eðvald Hlynsson sett boltann í þverslána. Skemmtanagildið var síst minna í seinni hálfleik en í þeim fyrri og áfram héldu liðin að vaða í færum. Ljóst var að bæði lið vildu sækja stigin þrjú sem í boði voru til þess að halda í við Blika í toppbaráttunni. Eftir tæplega klukkutíma leik varð Oliver Ekroth fyrir því óláni að setja boltann í eigið netið og staðan jöfn. Liðin héldu áfram að sækja allt fram á lokaandartök leiksins og rétt áður en leiknum lauk fékk Sigurður Steinar Björnsson gott færi til þess að tryggja Víkingi sigur. Frederik Schram, markvörður Vals, varði meistaralega í því tilviki en bæði hann og Ingvar Jónsson, kollegi hans hjá Víkingi, höfðu í nógu að snúast í leiknum og stóðu sína plikt með sóma. Víkingur hefur nú spilað 13 leiki í röð í deild og bikar án þess að lúta í gras eða gervigras. Þetta var þriðja jafntefli Víkings í þessari taplausu hrinu. Síðasti tapleikur kom gegn toppliði deildarinnar, Breiðabliki, um miðjan maí. Ólafru Davíð Jóhannesson er enn taplaus síðan hann kom á Hliðarenda á nýjan leik. Síðan hann tók við Valsliðinu fyrr í sumar hefur liðið haft betur í þremru leikjum og gert tvö jafntefli. Að lokinni þessari umferð er Víkingur tíu sigum á eftir forystusauði deildarinnar, Blikum, og Valur hefur einu stigi minna en Fossvogsliðið. Víkingur á þó einn leik til góða á liðin í kringum sig. KA er í öðru sæti sex stigum frá Breiðabliki. Af hverju skildu liðin jöfn? Víkingur var með boltann í leiknum en liðin sköpuðu ámóta mörg góð marktækifæri í þessum leik og jafntefli því líklega sanngjörn niðurstaða. Sóknarleikur beggja liða var vel útfærður og skilaði það sér í tveimur mörkum á hvort lið. Hverjir sköruðu fram úr? Pablo Punyed var öflugur í vinstri bakverðinum hjá Víkingi og Danijel Dejan Djuric var síógnandi hjá heimamönnum. Þá skoraði Helgi Guðjónsson gott mark auk þess að vera iðinn við að koma sér og samherjum sínum í góðar stöður í leiknum. Birnir Snær lagði svo upp eitt mark og var arkitektinn að nokkrum góðum sóknum Víkings. Aron Jóhannsson var potturinn og pannan í sóknarleik Vals framan að leik og minnti reglulega á hversu frábær fótboltamaður hann er. Tryggvi Hrafn Haraldsson heldur áfram góðri spilamennsku sinni og þá átti Lasse Petry góða innkomu inn á miðsvæðið. Hvað gerist næst? Víkingur sækir KA heim norðan heima í toppslag á sunnudaginn kemur en Valur fær Fram í heimsókn á Hlíðarenda í Reykjavíkurslag á laugardaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur
Víkingur og Valur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Bæði lið hefðu þurft þrjú stig til þess að saxa á forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar. Fyrri hálfleikur var opinn og fjörugur en bæði lið sköpuðu sér fjölmörg færi fyrstu 45 mínútur leiksins. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum hafði Víkingur sett boltann tvisvar sinnum í stöngina og Valur einu sinni. Eitthvað varð undan að láta og Helgi Guðjónsson braut ísinn um miðbik fyrri hálfleiksins. Birnir Snær Ingason fann þá Helga á fjærstönginni og framherjinn gerði vel að koma boltanum í markið úr þröngu færi. Sjö mínútum síðar tvöfaldaði Kyle McLagan forystu Víkings en hann skoraði fyrsta mark sitt í sumar eftir hornspyrnu frá Danijel Dejan Djuric. McLagan var fyrir þetta mark eini leikmaður Víkinga sem hafði ekki skorað til þessa á tímabilinu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks kom Tryggvi Hrafn Haraldsson Valsmönnum inn í leikinn með sjöunda deildarmarki sínu á leiktíðinni. Tryggvi Hrafn var þarna að skora beint úr aukaspyrnu í öðrum leiknum í röð. Áður en markið kom hafði Ágúst Eðvald Hlynsson sett boltann í þverslána. Skemmtanagildið var síst minna í seinni hálfleik en í þeim fyrri og áfram héldu liðin að vaða í færum. Ljóst var að bæði lið vildu sækja stigin þrjú sem í boði voru til þess að halda í við Blika í toppbaráttunni. Eftir tæplega klukkutíma leik varð Oliver Ekroth fyrir því óláni að setja boltann í eigið netið og staðan jöfn. Liðin héldu áfram að sækja allt fram á lokaandartök leiksins og rétt áður en leiknum lauk fékk Sigurður Steinar Björnsson gott færi til þess að tryggja Víkingi sigur. Frederik Schram, markvörður Vals, varði meistaralega í því tilviki en bæði hann og Ingvar Jónsson, kollegi hans hjá Víkingi, höfðu í nógu að snúast í leiknum og stóðu sína plikt með sóma. Víkingur hefur nú spilað 13 leiki í röð í deild og bikar án þess að lúta í gras eða gervigras. Þetta var þriðja jafntefli Víkings í þessari taplausu hrinu. Síðasti tapleikur kom gegn toppliði deildarinnar, Breiðabliki, um miðjan maí. Ólafru Davíð Jóhannesson er enn taplaus síðan hann kom á Hliðarenda á nýjan leik. Síðan hann tók við Valsliðinu fyrr í sumar hefur liðið haft betur í þremru leikjum og gert tvö jafntefli. Að lokinni þessari umferð er Víkingur tíu sigum á eftir forystusauði deildarinnar, Blikum, og Valur hefur einu stigi minna en Fossvogsliðið. Víkingur á þó einn leik til góða á liðin í kringum sig. KA er í öðru sæti sex stigum frá Breiðabliki. Af hverju skildu liðin jöfn? Víkingur var með boltann í leiknum en liðin sköpuðu ámóta mörg góð marktækifæri í þessum leik og jafntefli því líklega sanngjörn niðurstaða. Sóknarleikur beggja liða var vel útfærður og skilaði það sér í tveimur mörkum á hvort lið. Hverjir sköruðu fram úr? Pablo Punyed var öflugur í vinstri bakverðinum hjá Víkingi og Danijel Dejan Djuric var síógnandi hjá heimamönnum. Þá skoraði Helgi Guðjónsson gott mark auk þess að vera iðinn við að koma sér og samherjum sínum í góðar stöður í leiknum. Birnir Snær lagði svo upp eitt mark og var arkitektinn að nokkrum góðum sóknum Víkings. Aron Jóhannsson var potturinn og pannan í sóknarleik Vals framan að leik og minnti reglulega á hversu frábær fótboltamaður hann er. Tryggvi Hrafn Haraldsson heldur áfram góðri spilamennsku sinni og þá átti Lasse Petry góða innkomu inn á miðsvæðið. Hvað gerist næst? Víkingur sækir KA heim norðan heima í toppslag á sunnudaginn kemur en Valur fær Fram í heimsókn á Hlíðarenda í Reykjavíkurslag á laugardaginn.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti