Arnar Bergmann: „Leggjum pælingar um toppbaráttu tímabundið til hliðar" Hjörvar Ólafsson skrifar 22. ágúst 2022 23:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu í rimmu sinni við Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld var Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sáttur við frammistöðu leikmanna sína í leiknum. „Ég er bara virkilega stoltur af strákunum sem lögðu líf og sál í þennan leik. Valsmenn gerðu okkur mjög erfitt fyrir og þeir voru góðir í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Valsmenn voru kannski sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum. Bæði lið fengu fín færi utan mörkin en mér fannst við fá fleiri dauðafæri," sagði Arnar Bergmann eftir leikinn. „Við vorum bæði með lúnar lappir inni á vellinum og leikmenn sem voru að spila út úr stöðum vegna meiðsla. Í ljósi þess er ég bara sáttur við spilamennskuna og niðurstöðuna. Þeir náðu að ógna okkur með löngum sendingum bakvið vörnina okkar og það kannski sást að við vorum ekki með okkar hefðbundnu varnarlínu. Ég bjóst við opnum leik og það varð raunin," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú þurfum við að nota næstu sex daga vel til þess að ná góðri endurheimt og það er kærkomið að það sé svona langt í næsta leik. Ég býst við að fá Karl Friðleif og Loga inn í næsta leik og það var mikilvægt að Niko Hansen hafi fengið mínútur í þessum leik," sagði hann um framhaldið um Víkingur mætir KA í toppslag norðan heima á sunnudaginn næsta. „Nú þurfum við ná að núllstilla okkur aðeins og leggja vangaveltur um toppbaráttuna tímabundið til hliðar. Það er bara gamla góða klisjan að taka einn leik fyrir í einu. Mér finnst mikilvægt að við náum að stilla spennutstigið aðeins af og slaka aðeins á," sagði Arnar um komandi verkefni. Víkingur er nú 10 stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi deildarinnar. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
„Ég er bara virkilega stoltur af strákunum sem lögðu líf og sál í þennan leik. Valsmenn gerðu okkur mjög erfitt fyrir og þeir voru góðir í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Valsmenn voru kannski sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum. Bæði lið fengu fín færi utan mörkin en mér fannst við fá fleiri dauðafæri," sagði Arnar Bergmann eftir leikinn. „Við vorum bæði með lúnar lappir inni á vellinum og leikmenn sem voru að spila út úr stöðum vegna meiðsla. Í ljósi þess er ég bara sáttur við spilamennskuna og niðurstöðuna. Þeir náðu að ógna okkur með löngum sendingum bakvið vörnina okkar og það kannski sást að við vorum ekki með okkar hefðbundnu varnarlínu. Ég bjóst við opnum leik og það varð raunin," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú þurfum við að nota næstu sex daga vel til þess að ná góðri endurheimt og það er kærkomið að það sé svona langt í næsta leik. Ég býst við að fá Karl Friðleif og Loga inn í næsta leik og það var mikilvægt að Niko Hansen hafi fengið mínútur í þessum leik," sagði hann um framhaldið um Víkingur mætir KA í toppslag norðan heima á sunnudaginn næsta. „Nú þurfum við ná að núllstilla okkur aðeins og leggja vangaveltur um toppbaráttuna tímabundið til hliðar. Það er bara gamla góða klisjan að taka einn leik fyrir í einu. Mér finnst mikilvægt að við náum að stilla spennutstigið aðeins af og slaka aðeins á," sagði Arnar um komandi verkefni. Víkingur er nú 10 stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi deildarinnar.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira