Arnar Bergmann: „Leggjum pælingar um toppbaráttu tímabundið til hliðar" Hjörvar Ólafsson skrifar 22. ágúst 2022 23:00 Arnar Bergmann Gunnlaugsson var sáttur við lærisveina sína. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að hafa misst niður tveggja marka forystu í rimmu sinni við Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld var Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sáttur við frammistöðu leikmanna sína í leiknum. „Ég er bara virkilega stoltur af strákunum sem lögðu líf og sál í þennan leik. Valsmenn gerðu okkur mjög erfitt fyrir og þeir voru góðir í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Valsmenn voru kannski sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum. Bæði lið fengu fín færi utan mörkin en mér fannst við fá fleiri dauðafæri," sagði Arnar Bergmann eftir leikinn. „Við vorum bæði með lúnar lappir inni á vellinum og leikmenn sem voru að spila út úr stöðum vegna meiðsla. Í ljósi þess er ég bara sáttur við spilamennskuna og niðurstöðuna. Þeir náðu að ógna okkur með löngum sendingum bakvið vörnina okkar og það kannski sást að við vorum ekki með okkar hefðbundnu varnarlínu. Ég bjóst við opnum leik og það varð raunin," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú þurfum við að nota næstu sex daga vel til þess að ná góðri endurheimt og það er kærkomið að það sé svona langt í næsta leik. Ég býst við að fá Karl Friðleif og Loga inn í næsta leik og það var mikilvægt að Niko Hansen hafi fengið mínútur í þessum leik," sagði hann um framhaldið um Víkingur mætir KA í toppslag norðan heima á sunnudaginn næsta. „Nú þurfum við ná að núllstilla okkur aðeins og leggja vangaveltur um toppbaráttuna tímabundið til hliðar. Það er bara gamla góða klisjan að taka einn leik fyrir í einu. Mér finnst mikilvægt að við náum að stilla spennutstigið aðeins af og slaka aðeins á," sagði Arnar um komandi verkefni. Víkingur er nú 10 stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi deildarinnar. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira
„Ég er bara virkilega stoltur af strákunum sem lögðu líf og sál í þennan leik. Valsmenn gerðu okkur mjög erfitt fyrir og þeir voru góðir í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Valsmenn voru kannski sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum. Bæði lið fengu fín færi utan mörkin en mér fannst við fá fleiri dauðafæri," sagði Arnar Bergmann eftir leikinn. „Við vorum bæði með lúnar lappir inni á vellinum og leikmenn sem voru að spila út úr stöðum vegna meiðsla. Í ljósi þess er ég bara sáttur við spilamennskuna og niðurstöðuna. Þeir náðu að ógna okkur með löngum sendingum bakvið vörnina okkar og það kannski sást að við vorum ekki með okkar hefðbundnu varnarlínu. Ég bjóst við opnum leik og það varð raunin," sagði þjálfarinn enn fremur. „Nú þurfum við að nota næstu sex daga vel til þess að ná góðri endurheimt og það er kærkomið að það sé svona langt í næsta leik. Ég býst við að fá Karl Friðleif og Loga inn í næsta leik og það var mikilvægt að Niko Hansen hafi fengið mínútur í þessum leik," sagði hann um framhaldið um Víkingur mætir KA í toppslag norðan heima á sunnudaginn næsta. „Nú þurfum við ná að núllstilla okkur aðeins og leggja vangaveltur um toppbaráttuna tímabundið til hliðar. Það er bara gamla góða klisjan að taka einn leik fyrir í einu. Mér finnst mikilvægt að við náum að stilla spennutstigið aðeins af og slaka aðeins á," sagði Arnar um komandi verkefni. Víkingur er nú 10 stigum á eftir Breiðabliki sem situr á toppi deildarinnar.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Sjá meira