Liverpool ekki unnið leik án Mane en Bayern með nýtt met með Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 13:00 Sadio Mane hefur smollið inn í lið Bayern München sem er óstöðvandi með hann innan borðs. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Sadio Mane er ekki lengur leikmaður Liverpool og margir telja sjá það á sóknarleik liðsins. Nýja lið Senegalans leikur aftur á móti við hvern sinn fingur. Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira