Sjáðu mörkin: Langþráður sigur FH, aukaspyrna Tryggva Hrafns og markaveisla í Breiðholti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 10:30 FH-ingar fagna seinna marki Úlfs Ágústs sem gerði endanlega út um leikinn. Vísir/Diego Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH vann þar sinn fyrsta deildarsigur eftir þjálfaraskipti í júní, sjö mörk voru skoruð í Breiðholti og fjögurra marka jafntefli var í Víkinni. FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti