Tónleikum frestað með eins dags fyrirvara en verða haldnir 353 dögum síðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 11:35 Lewis Capaldi mun ekki spila á Íslandi á þessu ári eins og til stóð en áhugasamir geta séð hann á næsta ári. Getty/Joseph Okpako Tónleikar Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í gær en var frestað með eins dags fyrirvara í fyrradag hafa fengið nýja dagsetningu. Samkvæmt tilkynningu skipuleggjenda munu þeir fara fram 11. ágúst 2023, eða 353 dögum eftir að þeir áttu fyrst að fara fram. Viðburðarfyrirtækið Reykjavík Live, sem stendur að baki tónleikunum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem þau greindu frá nýju dagsetningunni. Þar segir að þau hafi unnið að því síðustu tvo daga „með Lewis og hans fólki ásamt Laugardalshöllinni að finna nýja lausa dagsetningu“ fyrir tónleikana sem verði föstudaginn 11. ágúst 2023. Ætla að reyna að bæta fólki tjón Einnig kemur fram í færslunni að allir keyptir miðar muni gilda á nýju dagsetninguna og að þeir sem sjái sér ekki fært að mæta geti sótt um endurgreiðslu. Þá segir að miðahafar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig megi óska eftir endurgreiðslu. Hafi miðakaupendur ekki fengið póst sé hægt að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook eða info@reykjaviklive.is til að fá aðstoð. Eftir að tónleikunum var frestað í fyrradag greindu margir óánægðir miðakaupendur frá því að þeir hefðu tapað tugum þúsunda vegna frestunarinnar og stutts fyrirvara hennar. Meðal þeirra var Reyðfirðingur sem segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Í viðtali við Vísi í gær sagði Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, að Reykjavík Live væri búið að taka saman nöfn fólks sem hefði borið fjárhagslegt tjón vegna frestunarinnar og að þau myndu reyna að bæta fólki tjónið. Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Viðburðarfyrirtækið Reykjavík Live, sem stendur að baki tónleikunum, birti færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem þau greindu frá nýju dagsetningunni. Þar segir að þau hafi unnið að því síðustu tvo daga „með Lewis og hans fólki ásamt Laugardalshöllinni að finna nýja lausa dagsetningu“ fyrir tónleikana sem verði föstudaginn 11. ágúst 2023. Ætla að reyna að bæta fólki tjón Einnig kemur fram í færslunni að allir keyptir miðar muni gilda á nýju dagsetninguna og að þeir sem sjái sér ekki fært að mæta geti sótt um endurgreiðslu. Þá segir að miðahafar ættu að hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig megi óska eftir endurgreiðslu. Hafi miðakaupendur ekki fengið póst sé hægt að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook eða info@reykjaviklive.is til að fá aðstoð. Eftir að tónleikunum var frestað í fyrradag greindu margir óánægðir miðakaupendur frá því að þeir hefðu tapað tugum þúsunda vegna frestunarinnar og stutts fyrirvara hennar. Meðal þeirra var Reyðfirðingur sem segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Í viðtali við Vísi í gær sagði Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda, að Reykjavík Live væri búið að taka saman nöfn fólks sem hefði borið fjárhagslegt tjón vegna frestunarinnar og að þau myndu reyna að bæta fólki tjónið.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08 Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35 Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. 23. ágúst 2022 20:08
Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið. 23. ágúst 2022 13:35
Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra. 22. ágúst 2022 20:15