Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 19:31 Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar segir afar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn breyti afstöðu sinni til fiskveiðilöggjafarinnar þegar nýtt frumvarp er boðað 2024. Vísir Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni. Oft hafa miklar deilur hafa risið upp í samfélaginu um hvað sé sanngjarnt auðlindagjald í sjávarútvegi. Þá hafa komið fram áhyggjuraddir yfir vaxandi samþjöppun. Nú síðast þegar Síldarvinnslan keypti Vísi í Grindavík en við þá sameiningu eignaðist Samherji aðild að 25% heildarveiðiheimilda landsins sem er yfir lögbundnu lágmarki. Samkeppniseftirlit á eftir að samþykkja kaupin Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag kom fram að samrunatilkynning hafi ekki borist og málið sé því ekki komið til formlegrar meðferðar. Þá kom fram í nýlegri skoðanakönnun Maskínu að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinna hafi áhyggjur af vaxandi samþjöppun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru þrjú ár þangað til að fullbúið frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni komi fram eða vorið 2024 í matvælaráðuneytinu. Þangað til verði starfshópar að sinna verkefninu á einn eða annan máta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Matvælaráðherra baðst undan viðtali í dag vegna málsins þegar fréttastofa leitaði eftir því það væri mögulegt síðar í vikunni. Breytingar boðaðar of seint Sigmar Guðmundsson varaformaður Viðreisnar telur þetta alltof seint . „Auðvitað er búið að liggja lengi fyrir hvað þarf að gera. Þjóðin þarf að fá sanngjarnt verð fyrir auðlindina, aflaheimildirnar sem sjávarútvegur nýtir sér. Það þarf ekkert að skipa starfshópa með tugum einstaklinga til að lagfæra það. Það liggur nú þegar fyrir. Það þarf líka að fara í vinnu um hverjir teljast tengdir aðilar í sjávarútvegi og auka gegnsæki t.d. með því að stærstu fyrirtækin séu skráð á markað. Það liggur fyrir í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hvað þjóðin vill,“ segir Sigmar. Hann er svartsýnn um að það náist sátt milli stjórnarflokkanna í málinu þrátt fyrir allan þennan tíma sem gefa á í málið. „Við höfum séð að Framsóknarflokkur hefur opnað á það að sjávarútvegur greiði meira til samneyslunnar. En hinir flokkarnir sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn því. Af hverju ætti það eitthvað að vera breytt árið 2024,“ spyr Sigmar að lokum. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni. Oft hafa miklar deilur hafa risið upp í samfélaginu um hvað sé sanngjarnt auðlindagjald í sjávarútvegi. Þá hafa komið fram áhyggjuraddir yfir vaxandi samþjöppun. Nú síðast þegar Síldarvinnslan keypti Vísi í Grindavík en við þá sameiningu eignaðist Samherji aðild að 25% heildarveiðiheimilda landsins sem er yfir lögbundnu lágmarki. Samkeppniseftirlit á eftir að samþykkja kaupin Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag kom fram að samrunatilkynning hafi ekki borist og málið sé því ekki komið til formlegrar meðferðar. Þá kom fram í nýlegri skoðanakönnun Maskínu að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinna hafi áhyggjur af vaxandi samþjöppun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru þrjú ár þangað til að fullbúið frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni komi fram eða vorið 2024 í matvælaráðuneytinu. Þangað til verði starfshópar að sinna verkefninu á einn eða annan máta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Matvælaráðherra baðst undan viðtali í dag vegna málsins þegar fréttastofa leitaði eftir því það væri mögulegt síðar í vikunni. Breytingar boðaðar of seint Sigmar Guðmundsson varaformaður Viðreisnar telur þetta alltof seint . „Auðvitað er búið að liggja lengi fyrir hvað þarf að gera. Þjóðin þarf að fá sanngjarnt verð fyrir auðlindina, aflaheimildirnar sem sjávarútvegur nýtir sér. Það þarf ekkert að skipa starfshópa með tugum einstaklinga til að lagfæra það. Það liggur nú þegar fyrir. Það þarf líka að fara í vinnu um hverjir teljast tengdir aðilar í sjávarútvegi og auka gegnsæki t.d. með því að stærstu fyrirtækin séu skráð á markað. Það liggur fyrir í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hvað þjóðin vill,“ segir Sigmar. Hann er svartsýnn um að það náist sátt milli stjórnarflokkanna í málinu þrátt fyrir allan þennan tíma sem gefa á í málið. „Við höfum séð að Framsóknarflokkur hefur opnað á það að sjávarútvegur greiði meira til samneyslunnar. En hinir flokkarnir sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn því. Af hverju ætti það eitthvað að vera breytt árið 2024,“ spyr Sigmar að lokum.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42