Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Atli Arason skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Riqui Puig í leik með Barcelona á síðasta leiktímabili. Getty Images Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu. Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30