Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 25. ágúst 2022 11:00 Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur. Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur.
Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira