Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 11:57 Gangur á fangelsinu á Hólmsheiði. Myndin og sá sem er á henni tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira