Ísland hefur ekki spilað landsleik frá því að síðasti listi var gefinn út þann 23. júní og fáar tilfærslur eru á listanum þar sem fáir landsleikir hafa verið leiknir í sumar.
Ísland stendur í stað í 63. sæti listans og er á milli Jamaíku, sem er í 62. sæti, og Norður-Makedóníu sem er í því 64.
Danmörk er efst Norðurlandanna á listanum í 10. sæti, Svíþjóð kemur næst í því tuttugasta, Noregur er í 36. sæti, Finnland í 59. sæti og þá eru Færeyjar í 125. sæti.
Brasilía er efst á listanum og Belgía í öðru sæti. Argentína er í þriðja og Frakkland í fjórða. Efstu 15 liðin, auk þeirra liða sem eru í kringum Ísland má sjá að neðan.
- Brasilía
- Belgía
- Argentína
- Frakkland
- England
- Spánn
- Ítalía
- Holland
- Portúgal
- Danmörk
- Þýskaland
- Mexíkó
- Úrúgvæ
- Bandaríkin
- Króatía
- 58. Norður-Írland
- 59. Finnland
- 60. Gana
- 61. Panama
- 62. Jamaíka
- 63. ÍSLAND
- 64. Norður-Makedónía
- 65. Slóvenía
- 66. Albanía
- 67. Svartfjallaland
- 68. Suður-Afríka
- 69. Sameinuðu arabísku furstadæmin
- 70. Írak