Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2022 21:01 Snorri Einarsson yfirlæknir á Livio segir nóg hafa verið að gera undanfarið. Vísir/Sigurjón Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“ Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Livio Reykjavik er eina stofan á Íslandi sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð urðu takmarkanir til þess að draga þurfti úr meðferðum en á sama tíma fóru fleiri að leita þangað en áður. „Meðan á faraldrinum stóð þá virðist líka eins og fólk hafi haft meiri áhuga á barneignum. Sem sést bara í því að það eru töluvert fleiri fædd börn árið 2021 heldur en undanfarin ár og þegar að fleiri eru að reyna að eignast börn þá eru líka fleiri sem lenda í vandræðum með það og við sjáum það hér. Það hafa fleiri sótt til okkar,“ segir Snorri Einarsson yfirlæknir hjá Livio. Hann telur aukninguna í kringum 15%. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Fleira starfsfólk hefur því verið ráðið til að stytta biðtímann. Nokkuð er um að konur sem eru orðnar eldri og hafa beðið með barneignir leiti til Livio. „Við viljum gjarnan að fólk hafi það í huga að fara helst af stað með barneignir fyrir eða um þrítugt af því að þá er svona þessu frjóasta skeiði að ljúka og frjósemin fer að dala eftir það og mjög hratt eftir 35 ára.“ Fleira starfsfólk hefur verið ráðið til að anna auknu álagi.Vísir/Sigurjón Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Snorri segir betra að frysta eggin fyrr en seinna. „Kona er í miklu betri stöðu þegar hún vill eignast barn segjum þrjátíu og níu ára gömul ef hún getur nýtt egg sem voru fryst þegar hún var þrjátíu og þriggja ára heldur en ef þau voru fryst þegar hún var þrjátíu og sjö ára.“ Hann segir aukna eftirspurn eftir meðferðum einnig hafa sést í hruninu. „Þá svona horfir fólk inn á við og kannski í þessi grunngildi eins og að stofna fjölskyldu og annað þess háttar. Þannig að þetta er greinilega einhver hegðun hjá okkur að þegar eitthvað bjátar á þá finnst okkur þetta vera eitthvað sem við eigum að gera.“
Heilbrigðismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira