Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:42 Snoop Dogg er einn framleiðandi þáttanna. Vísir Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi. Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi.
Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira