Ætlaði sér að bana formanni sænska Miðflokksins Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 08:00 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. EPA Lögregla í Svíþjóð segir að maður, sem stakk konu á sjötugsaldri til bana í Visby á Gotlandi í júlí, hafi ætlað sér að myrða Annie Lööf, formann sænska Miðflokksins. Árásin átti sér stað þann 6. júlí þegar hin árlega stjórnmálavika í Almedalnum fór fram þar sem allir helstu stjórnmálaleiðtogar Svíþjóðar safnast saman. Henrik Olin, saksóknari í málinu, sagði í gær að árásarmaðurinn, Theodor Engström, sé grunaður um undirbúning hryðjuverks með því að fremja morð en hann var handtekinn skömmu eftir að hann banaði Ing-Marie Wieselgren á götu úti í Visby. Wieselgren var einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í geðheilbrigðismálum og var stödd á Gotlandi í tilefni af stjórnmálavikunni. Réðst Engström á hana með hníf og lést hún af sárum sínum. Olin segir að Lööf hafi verið skotmark árásarinnar, en Lööf átti að halda fréttamannafund nærri staðnum þar sem Engström réðst á Wieselgrein, skömmu eftir að árásin var gerð. Lööf segir það mjög óþægilegt að vita að hún hafi skotmark árásarinnar og að vitaskuld hafi það áhrif á sig. „En hatrið má ekki vinna,“ segir Lööf. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði á Twitter í gær að það sé agalegt að það „hatur sem Svíþjóðardemókratar og önnur hægriöfgaöfl hafi beint að Annie Lööf hafi leitt til þessa“. Fruktansvärt att det hat som SD och andra högrextrema krafter riktat mot @annieloof lett till detta. All heder och omtanke till dej Annie — Ann Linde (@AnnLinde) August 25, 2022 Talsmenn Svíþjóðardemókrata hafa gagnrýnt Linde harkalega fyrir að hafa teiknað flokkinn upp sem hóp morðingja. Kosningabaráttan í Svíþjóð er í fullum gangi en þingkosningar fara fram í landinu þann 11. september næstkomandi. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Henrik Olin, saksóknari í málinu, sagði í gær að árásarmaðurinn, Theodor Engström, sé grunaður um undirbúning hryðjuverks með því að fremja morð en hann var handtekinn skömmu eftir að hann banaði Ing-Marie Wieselgren á götu úti í Visby. Wieselgren var einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í geðheilbrigðismálum og var stödd á Gotlandi í tilefni af stjórnmálavikunni. Réðst Engström á hana með hníf og lést hún af sárum sínum. Olin segir að Lööf hafi verið skotmark árásarinnar, en Lööf átti að halda fréttamannafund nærri staðnum þar sem Engström réðst á Wieselgrein, skömmu eftir að árásin var gerð. Lööf segir það mjög óþægilegt að vita að hún hafi skotmark árásarinnar og að vitaskuld hafi það áhrif á sig. „En hatrið má ekki vinna,“ segir Lööf. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði á Twitter í gær að það sé agalegt að það „hatur sem Svíþjóðardemókratar og önnur hægriöfgaöfl hafi beint að Annie Lööf hafi leitt til þessa“. Fruktansvärt att det hat som SD och andra högrextrema krafter riktat mot @annieloof lett till detta. All heder och omtanke till dej Annie — Ann Linde (@AnnLinde) August 25, 2022 Talsmenn Svíþjóðardemókrata hafa gagnrýnt Linde harkalega fyrir að hafa teiknað flokkinn upp sem hóp morðingja. Kosningabaráttan í Svíþjóð er í fullum gangi en þingkosningar fara fram í landinu þann 11. september næstkomandi.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22