Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:20 Antonio Manuel Guerrero, einn mannanna fimm sem var dæmdur fyrir nauðgunina í Pamplona árið 2016. epa/Raul Caro Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Lagabreytinguna má rekja til kynferðisbrotamáls þar sem 18 ára konu var nauðgað af fimm mönnum þegar nautahlaupið í Pamplóna stóð yfir árið 2016. Mennirnir tóku árásina upp og á myndskeiði mátti sjá konuna liggja kyrra með lokuð augun á meðan þeir nauðguðu henni. Á neðri dómstigum voru mennirnir aðeins dæmdir fyrir kynferðislega misnotkun, þar sem dómarar féllust á það sjónarmið verjenda þeirra að konan hefði ekki streyst á móti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2019 að á engum tíma hefði konan veitt samþykki fyrir kynlífinu og ástæða þess að hún hefði ekki barist á móti væri að hún hefði verið óttaslegin og ekki getað komist undan. Hæstiréttur dæmdi mennina í 15 ára fangelsi. Málið vakti gríðarlega athygli og reiði. Konur fagna nú hinum nýju lögum og segja þau staðfestingu á því að „aðeins já þýði já“. Útgangspunktur laganna er að nauðgun er kynlíf án samþykkis og ítrekað er að samþykkið þarf að vera skýrt; það er ekki hægt að bera því við að einstaklingur sem er meðvitundarlítill, til dæmis sökum ölvunar, hafi gefið samþykki né heldur ef viðkomandi var sofandi, svo dæmi séu tekin. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Lagabreytinguna má rekja til kynferðisbrotamáls þar sem 18 ára konu var nauðgað af fimm mönnum þegar nautahlaupið í Pamplóna stóð yfir árið 2016. Mennirnir tóku árásina upp og á myndskeiði mátti sjá konuna liggja kyrra með lokuð augun á meðan þeir nauðguðu henni. Á neðri dómstigum voru mennirnir aðeins dæmdir fyrir kynferðislega misnotkun, þar sem dómarar féllust á það sjónarmið verjenda þeirra að konan hefði ekki streyst á móti. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2019 að á engum tíma hefði konan veitt samþykki fyrir kynlífinu og ástæða þess að hún hefði ekki barist á móti væri að hún hefði verið óttaslegin og ekki getað komist undan. Hæstiréttur dæmdi mennina í 15 ára fangelsi. Málið vakti gríðarlega athygli og reiði. Konur fagna nú hinum nýju lögum og segja þau staðfestingu á því að „aðeins já þýði já“. Útgangspunktur laganna er að nauðgun er kynlíf án samþykkis og ítrekað er að samþykkið þarf að vera skýrt; það er ekki hægt að bera því við að einstaklingur sem er meðvitundarlítill, til dæmis sökum ölvunar, hafi gefið samþykki né heldur ef viðkomandi var sofandi, svo dæmi séu tekin.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira