Opið bréf til auglýsingadeilda og ritstjórna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 26. ágúst 2022 14:31 Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira. En einnig koma til tæknibreytingar, ekki síst sítenging við enskan menningarheim með tilkomu snjallsíma, áhorf á erlendar efnis- og streymisveitur, og margt fleira. Allt þetta er í sjálfu sér eðlilegt og engin ástæða til að amast við því, en það veldur auknum þrýstingi á íslenskuna. Hættan er sú að við verðum ónæm fyrir enskunni, tökum ekki eftir því að enska er notuð við einhverjar aðstæður í stað íslensku, og enskan yfirtaki því sífellt stærri og stærri hlut af umráðasvæði íslenskunnar. Haldi sú þróun áfram endar það óhjákvæmilega með því að íslenskan hrynur, hættir að geta gegnt burðarhlutverki í samfélaginu. Það er hins vegar vel hægt að stöðva þessa þróun. Vænlegast er að gera það með almennri vitundarvakningu – með því að við öll, íslenskir málnotendur, hugsum út í þetta. Við þurfum að nota íslensku alls staðar þar sem þess er kostur, stuðla að því að annað fólk geri hið sama, og vekja athygli á því þegar misbrestur verður á. Hlutverk fjölmiðla á þessu sviði er stórt og ábyrgð þeirra mikil. Þess vegna skrifa ég ykkur til að hvetja ykkur til að íhuga hvað í þessari ábyrgð felst. Undanfarið hefur færst í vöxt að fjölmiðlar birti auglýsingar sem eru að verulegu eða öllu leyti á ensku, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt tekið fram að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ég held, eða vil a.m.k. trúa því, að á bak við það búi sjaldnast einbeittur vilji auglýsenda til að sniðganga íslenskuna og brjóta lög, heldur sé oftast um hugsunarleysi að ræða – eða verið að spara með því að nýta erlendar auglýsingar. En hver sem ástæðan kann að vera er tvennt ljóst: Þetta er óheimilt samkvæmt lögum, og þetta vinnur gegn íslenskunni. Þótt auglýsendur beri að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingum sínum nær auglýsing ekki tilgangi sínum nema hún komi fyrir augu neytenda og þar koma fjölmiðlarnir til sögu – þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta. Nýleg dæmi sýna að auglýsendur eru fáanlegir til að breyta auglýsingum sínum ef vakin er athygli á því að þær samrýmist ekki lögum. Ég skora á ykkur að hafna því að birta auglýsingar sem eru að verulegu leyti á ensku – bæði vegna þess að það er ólöglegt, en ekki síður vegna þess að slíkar auglýsingar vinna gegn íslenskunni og veikja varnir hennar gegn enskum áhrifum. Ég legg áherslu á að það er ekki mögulegt, og ekki heldur æskilegt eða skynsamlegt, að reyna að útrýma ensku úr íslensku málsamfélagi – hún er svo stór þáttur af veruleika okkar. Við verðum líka að taka tillit til þess mikla fjölda fólks sem býr hér og kann ekki íslensku, sem og til allra þeirra sem sækja landið heim. Enskan er hluti af íslensku málsamfélagi og hún er komin til að vera. Hún verður notuð hér áfram, samhliða íslenskunni, og það er allt í lagi. En hún má ekki koma í stað íslenskunnar. Það er ekkert óeðlilegt, og í sumum tilvikum æskilegt, að texti auglýsinga sé á ensku auk íslenskunnar. En ekki aðallega eða eingöngu á ensku. Bestu kveðjur, Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor emeritus í íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira. En einnig koma til tæknibreytingar, ekki síst sítenging við enskan menningarheim með tilkomu snjallsíma, áhorf á erlendar efnis- og streymisveitur, og margt fleira. Allt þetta er í sjálfu sér eðlilegt og engin ástæða til að amast við því, en það veldur auknum þrýstingi á íslenskuna. Hættan er sú að við verðum ónæm fyrir enskunni, tökum ekki eftir því að enska er notuð við einhverjar aðstæður í stað íslensku, og enskan yfirtaki því sífellt stærri og stærri hlut af umráðasvæði íslenskunnar. Haldi sú þróun áfram endar það óhjákvæmilega með því að íslenskan hrynur, hættir að geta gegnt burðarhlutverki í samfélaginu. Það er hins vegar vel hægt að stöðva þessa þróun. Vænlegast er að gera það með almennri vitundarvakningu – með því að við öll, íslenskir málnotendur, hugsum út í þetta. Við þurfum að nota íslensku alls staðar þar sem þess er kostur, stuðla að því að annað fólk geri hið sama, og vekja athygli á því þegar misbrestur verður á. Hlutverk fjölmiðla á þessu sviði er stórt og ábyrgð þeirra mikil. Þess vegna skrifa ég ykkur til að hvetja ykkur til að íhuga hvað í þessari ábyrgð felst. Undanfarið hefur færst í vöxt að fjölmiðlar birti auglýsingar sem eru að verulegu eða öllu leyti á ensku, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt tekið fram að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ég held, eða vil a.m.k. trúa því, að á bak við það búi sjaldnast einbeittur vilji auglýsenda til að sniðganga íslenskuna og brjóta lög, heldur sé oftast um hugsunarleysi að ræða – eða verið að spara með því að nýta erlendar auglýsingar. En hver sem ástæðan kann að vera er tvennt ljóst: Þetta er óheimilt samkvæmt lögum, og þetta vinnur gegn íslenskunni. Þótt auglýsendur beri að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingum sínum nær auglýsing ekki tilgangi sínum nema hún komi fyrir augu neytenda og þar koma fjölmiðlarnir til sögu – þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta. Nýleg dæmi sýna að auglýsendur eru fáanlegir til að breyta auglýsingum sínum ef vakin er athygli á því að þær samrýmist ekki lögum. Ég skora á ykkur að hafna því að birta auglýsingar sem eru að verulegu leyti á ensku – bæði vegna þess að það er ólöglegt, en ekki síður vegna þess að slíkar auglýsingar vinna gegn íslenskunni og veikja varnir hennar gegn enskum áhrifum. Ég legg áherslu á að það er ekki mögulegt, og ekki heldur æskilegt eða skynsamlegt, að reyna að útrýma ensku úr íslensku málsamfélagi – hún er svo stór þáttur af veruleika okkar. Við verðum líka að taka tillit til þess mikla fjölda fólks sem býr hér og kann ekki íslensku, sem og til allra þeirra sem sækja landið heim. Enskan er hluti af íslensku málsamfélagi og hún er komin til að vera. Hún verður notuð hér áfram, samhliða íslenskunni, og það er allt í lagi. En hún má ekki koma í stað íslenskunnar. Það er ekkert óeðlilegt, og í sumum tilvikum æskilegt, að texti auglýsinga sé á ensku auk íslenskunnar. En ekki aðallega eða eingöngu á ensku. Bestu kveðjur, Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor emeritus í íslensku
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun