Scheffler endaði fyrsta hring mótsins í efsta sæti með fimm högga forystu á næstu kylfinga en Scheffler kláraði hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og er því samtals á 19 undir. Xander Schauffele átti frábæran hring í dag en Schauffele lék á sjö höggum undir pari og náði því að minnka forskot Scheffler niður í tvö högg. Schauffele er samtals á 17 höggum undir pari.
Sixth birdie of the day has @XSchauffele closing the gap on Scottie Scheffler pic.twitter.com/XIYWNLtWqR
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022
Spánverjinn John Rahm er í þriðja sæti á eftir þeim Scheffler og Schauffele en Rahm fór hringinn í dag einnig á sjö höggum undir pari og er samtals á 13 höggum undir pari. Á meðan er núverandi FedEx meistari, Patrick Cantlay í fjórða sæti ásamt Im Sung-jae, báðir á 12 höggum undir pari.
Seventh birdie of the day gets @JonRahmPGA to -13 🐦 pic.twitter.com/na7mNOmqDj
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022
Tour Championship mótið heldur áfram á morgun klukkan 17.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en heildarstaða efstu tíu kylfinga fyrir morgundaginn má sjá hér að neðan.
Leaderboard into the weekend @PlayoffFinale:
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 26, 2022
1. Scottie Scheffler (-19)
2. @XSchauffele (-17)
3. @JonRahmPGA (-13)
T4. @Patrick_Cantlay (-12)
T4. Sungae Im
6. @JoacoNiemann (-11)
7. @McIlroyRory (-10)
T8. @MaxHoma23 (-9)
T8. @HogeGolf
T8. Cameron Young
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.