Tekur gagnrýni Reykjanesbæjar til sín og segir úrbætur á lokametrunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 13:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira