Nýliðarnir hvergi nærri hættir á leikmannamarkaðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 13:30 Jesse Lingard er einn þeirra leikmaður sem Forest hefur sótt í sumar. EPA-EFE/PETER POWELL Nottingham Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það má með sanni segja að liðið ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur samið við 18 leikmenn til þessa og styttist í að sá nítjándi verði tilkynntur. Liðið brást við tapinu gegn Tottenham Hotspur á sunnudag með því að sækja tvo leikmenn á láni. Þeir tveir þýða að liðið hefur þá alls samið við nítján leikmenn síðan síðustu leiktíð lauk. Vissulega eru margir á lánssamningi en sjaldan – ef einhvern tímann - hefur eitt lið sótt jafna marga leikmenn í einum og sama glugga. Þá er liðið ekki hætt á markaðnum en talið er að Forest gæti brotið 20 leikmanna múrinn. nottingham forest s new signings arrriving at the city ground pic.twitter.com/dgzmDqeM22— Jonathan Liew (@jonathanliew) August 28, 2022 Það er oft talað um að knattspyrnulið þurfi að sækja tvo til þrjá leikmenn hvert sumar til að „stuða“ leikmannahópinn til að halda mönnum á tánum. Forest tók það heldur betur til sín og sótt nærri tvö ný byrjunarlið. Nýjustu viðbæturnar eru vinstri bakvörðurinn Renan Lodi en hann kemur á láni frá Atlético Madríd. Miðvörðurinn Willy Boly kemur einnig á láni en hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni með Úlfunum undanfarin misseri. #BemVindoLodi pic.twitter.com/yVB3HRsA4V— Nottingham Forest FC (@NFFC) August 29, 2022 Stærsta spurningin er hversu lengi Steve Cooper, þjálfari Forest, verður að búa til liðsheild úr þessu samansafni leikmanna en oft tekur það menn nokkrar vikur eða mánuði til að smella saman. Það er tími sem Forest hefur ekki en liðið er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Hér að neðan má sjá alla þá leikmenn sem Nottingham hefur sótt í sumar. Nafn - Staða - Kaup/Lán 1. Morgan Gibbs-White - Miðjumaður - Keyptur frá Wolves 2. Taiwo Awoniyi - Framherji - Keyptur frá Union Berlín 3. Neco Williams - Bakvörður - Keyptur frá Liverpool 4. Emmanuel Dennis - Framherji - Keyptur frá Watford 5. Orel Mangala - Miðjumaður - Keyptur frá Stuttgart 6. Moussa Niakhaté - Miðvörður - Keyptur frá Mainz 05 7. Guilian Biancone - Bakvörður - Keyptur frá Troyes 8. Lewis O'Brien - Miðjumaður - Keyptur frá Huddersfield Town 9. Omar Richards - Bakvörður - Keyptur frá Bayern München 10. Remo Freuler - Miðjumaður - Keyptur frá Atalanta 11. Renan Lodi - Bakvörður - Á láni frá Atlético Madríd 12. Ui-jo Hwang - Framherji - Keyptur frá Bordeaux 13. Harry Toffolo - Bakvörður - Keyptur Frá Huddersfield Town 14. Brandon Aguilera - Miðjumaður - Keyptur frá LD Alajuelense 15. Jesse Lingard - Miðjumaður - Á frjálsri sölu frá Manchester United 16. Cheikhou Kouyaté - Miðjumaður - Á frjálsi sölu frá Crystal Palace 17. Dean Henderson - Markmaður - Á láni frá Manchester United 18. Wayne Hennessey - Markmaður - Á frjálsri sölu frá Burnley Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Liðið brást við tapinu gegn Tottenham Hotspur á sunnudag með því að sækja tvo leikmenn á láni. Þeir tveir þýða að liðið hefur þá alls samið við nítján leikmenn síðan síðustu leiktíð lauk. Vissulega eru margir á lánssamningi en sjaldan – ef einhvern tímann - hefur eitt lið sótt jafna marga leikmenn í einum og sama glugga. Þá er liðið ekki hætt á markaðnum en talið er að Forest gæti brotið 20 leikmanna múrinn. nottingham forest s new signings arrriving at the city ground pic.twitter.com/dgzmDqeM22— Jonathan Liew (@jonathanliew) August 28, 2022 Það er oft talað um að knattspyrnulið þurfi að sækja tvo til þrjá leikmenn hvert sumar til að „stuða“ leikmannahópinn til að halda mönnum á tánum. Forest tók það heldur betur til sín og sótt nærri tvö ný byrjunarlið. Nýjustu viðbæturnar eru vinstri bakvörðurinn Renan Lodi en hann kemur á láni frá Atlético Madríd. Miðvörðurinn Willy Boly kemur einnig á láni en hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni með Úlfunum undanfarin misseri. #BemVindoLodi pic.twitter.com/yVB3HRsA4V— Nottingham Forest FC (@NFFC) August 29, 2022 Stærsta spurningin er hversu lengi Steve Cooper, þjálfari Forest, verður að búa til liðsheild úr þessu samansafni leikmanna en oft tekur það menn nokkrar vikur eða mánuði til að smella saman. Það er tími sem Forest hefur ekki en liðið er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Hér að neðan má sjá alla þá leikmenn sem Nottingham hefur sótt í sumar. Nafn - Staða - Kaup/Lán 1. Morgan Gibbs-White - Miðjumaður - Keyptur frá Wolves 2. Taiwo Awoniyi - Framherji - Keyptur frá Union Berlín 3. Neco Williams - Bakvörður - Keyptur frá Liverpool 4. Emmanuel Dennis - Framherji - Keyptur frá Watford 5. Orel Mangala - Miðjumaður - Keyptur frá Stuttgart 6. Moussa Niakhaté - Miðvörður - Keyptur frá Mainz 05 7. Guilian Biancone - Bakvörður - Keyptur frá Troyes 8. Lewis O'Brien - Miðjumaður - Keyptur frá Huddersfield Town 9. Omar Richards - Bakvörður - Keyptur frá Bayern München 10. Remo Freuler - Miðjumaður - Keyptur frá Atalanta 11. Renan Lodi - Bakvörður - Á láni frá Atlético Madríd 12. Ui-jo Hwang - Framherji - Keyptur frá Bordeaux 13. Harry Toffolo - Bakvörður - Keyptur Frá Huddersfield Town 14. Brandon Aguilera - Miðjumaður - Keyptur frá LD Alajuelense 15. Jesse Lingard - Miðjumaður - Á frjálsri sölu frá Manchester United 16. Cheikhou Kouyaté - Miðjumaður - Á frjálsi sölu frá Crystal Palace 17. Dean Henderson - Markmaður - Á láni frá Manchester United 18. Wayne Hennessey - Markmaður - Á frjálsri sölu frá Burnley
Nafn - Staða - Kaup/Lán 1. Morgan Gibbs-White - Miðjumaður - Keyptur frá Wolves 2. Taiwo Awoniyi - Framherji - Keyptur frá Union Berlín 3. Neco Williams - Bakvörður - Keyptur frá Liverpool 4. Emmanuel Dennis - Framherji - Keyptur frá Watford 5. Orel Mangala - Miðjumaður - Keyptur frá Stuttgart 6. Moussa Niakhaté - Miðvörður - Keyptur frá Mainz 05 7. Guilian Biancone - Bakvörður - Keyptur frá Troyes 8. Lewis O'Brien - Miðjumaður - Keyptur frá Huddersfield Town 9. Omar Richards - Bakvörður - Keyptur frá Bayern München 10. Remo Freuler - Miðjumaður - Keyptur frá Atalanta 11. Renan Lodi - Bakvörður - Á láni frá Atlético Madríd 12. Ui-jo Hwang - Framherji - Keyptur frá Bordeaux 13. Harry Toffolo - Bakvörður - Keyptur Frá Huddersfield Town 14. Brandon Aguilera - Miðjumaður - Keyptur frá LD Alajuelense 15. Jesse Lingard - Miðjumaður - Á frjálsri sölu frá Manchester United 16. Cheikhou Kouyaté - Miðjumaður - Á frjálsi sölu frá Crystal Palace 17. Dean Henderson - Markmaður - Á láni frá Manchester United 18. Wayne Hennessey - Markmaður - Á frjálsri sölu frá Burnley
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira