Rígurinn milli Mourinho og Sarri lífgar upp á Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 15:00 Sarri og Mourinho háðu hildi í ensku úrvalsdeildinni þegar sá fyrrnefndi stýrði Chelsea og Mourinho var í brúnni hjá Manchester United. Jordan Mansfield/Aitor Alcalde/Getty Lazio vann góðan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Leikurinn var í til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta og þá virðast þjálfarar Rómarliðanna Lazio og Roma halda hvor öðrum á tánum. Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira