Lífið

Sopra­nos-leikarinn Bob LuPone er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bob LuPone fór með hlutverk Dr. Bruce Cusamano í þáttunum Sopranos.
Bob LuPone fór með hlutverk Dr. Bruce Cusamano í þáttunum Sopranos. Getty

Bandaríski leikarinn Robert „Bob“ LuPone, er látinn, 76 ára að aldri. LuPone gerði garðinn frægan sem leikari á Broadway í New York en einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu, Sopranos.

LuPone fór í Sopranos með hlutverk Dr. Bruce Cusamano , nágranna og læknis Tonys og fjölskyldu hans. Hann fór auk þess með hlutverk í þáttum á borð við All My Children, Law and Order og Sex and the City.

Talsmaður LuPone segir hann hafa látist af völdum krabbameins í brisi, en hann greindist með meinið fyrir þremur árum.

LuPone var mjög virkur í heimi sviðslista og átti þátt í að stofna leikhúsið MMC Theater í new York.

LuPone lætur eftir sig eiginkonuna Virginia og soninn Orlando.


Tengdar fréttir

Tony Sirico er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×