Fósturforeldrar eru ekki einnota Guðlaugur Kristmundsson skrifar 30. ágúst 2022 13:30 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að Barna- og fjölskyldustofa hefur undanfarnar vikur staðið í herferð til þess að minna á og hvetja til þess að þau sem hafa áhuga á eða eru vænlegir kandídatar í verkefni fósturforeldra láti verða af því að sækja um. Eða láti allavega vita af sér. Úr herferð Barna- og fjölskyldustofu má lesa að vaxandi þörf sé fyrir fósturforeldra á Íslandi. Með öðrum orðum sé listinn yfir börn sem þurfa að komast til ákjósanlegra fósturfjölskyldna, til lengri að skemmri tíma, að lengjast. Sem gefur til kynna að mikil vöntun sé á fósturforeldrum. Við hjá Félagi fósturforeldra fögnum herferð Barna- og fjölskyldustofu og eins því að fleiri bætist við í okkar fjölbreytta hóp, en um leið langar okkur að vekja athygli á því að ein aðferð til að vinna gegn þessum vanda er að styrkja okkar félagsskap og stöðu þeirra fósturforeldra sem fyrir eru. Í því sambandi er ágætt að minna á að fósturrof, þ.e. þegar fósturbarn fer frá fósturfjölskyldu, getur verið afar sársaukafullt. Ástæðurnar fyrir því geta verið margskonar, t.d. þegar barn snýr aftur til kynforeldra sinna eða þegar fósturfjölskylda hefur ekki úrræði til að vinna með vanda barns. Við fósturrof fer starfsmaður barnaverndar beint í að huga að stöðu barnsins, eðlilega og finna ný úrræði. En eftir standa fósturforeldrarnir sem þurfa að takast á við alls konar erfiðar tilfinningar, því þótt fósturrofið hafi verið „eðlilegt“ og jafnvel „fyrirsjáanlegt“ getur því fylgt íþyngjandi skömm. Fósturforeldrunum finnst þeir kannski sitja einir eftir, að þeir séu ekki lengur hluti af samfélagi fósturforeldra, að þeir njóti ekki lengur stuðnings eða eigi í samtali við barnaverndarkerfið um sína stöðu. Þeir upplifa skömm, sem þeir einangrast með og bjóðast því ekki til þess að leggja öðru barni lið þrátt fyrir að hafa fengið þjálfun og verið metnir hæfir til þess að sinna hlutverki fósturforeldra. Á sama tíma er verið að auglýsa eftir næstu fósturforeldrum, líkt og fósturforeldrar séu hálf partinn einnota. Við hjá Félagi fósturforeldra teljum að hægt sé að gera betur og viljum stuðla að því. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun