Kominn til meðvitundar og gaf skýrslu hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2022 14:50 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Vísir Karlmaður á sextugsaldri sem varð fyrir skotárás á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst er kominn til meðvitundar. Tekin var skýrsla af honum vegna rannsóknar málsins í gær. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Mbl.is að framburður karlmannsins, Kára Kárasonar, sé mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Reikna megi með því að rætt verði aftur við Kára á síðari stigum rannsóknarinnar. Fram kemur í frétt Mbl að Kári sé á sjúkrahúsi og veikburða. Ástand hans hafi þó verið metið nógu gott til að gefa lögreglu skýrslu um atburðarásina á heimili hans á Blönduósi fyrir rúmri viku. Tveir hafa stöðu sakbornings í málinu að sögn Páleyjar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annars vegar um að ræða Brynjar Þór Guðmundsson, sem grunaður er um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans vopnaður skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund Pétursdóttur til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur einnig stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrslu. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Kærleiksstund á Blönduósi á morgun Haldin verður svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi annað kvöld. Leggja á friðarkerti á hlaupabrautina og sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda. 25. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Mbl.is að framburður karlmannsins, Kára Kárasonar, sé mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Reikna megi með því að rætt verði aftur við Kára á síðari stigum rannsóknarinnar. Fram kemur í frétt Mbl að Kári sé á sjúkrahúsi og veikburða. Ástand hans hafi þó verið metið nógu gott til að gefa lögreglu skýrslu um atburðarásina á heimili hans á Blönduósi fyrir rúmri viku. Tveir hafa stöðu sakbornings í málinu að sögn Páleyjar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annars vegar um að ræða Brynjar Þór Guðmundsson, sem grunaður er um að hafa ráðist inn á heimili Kára og eiginkonu hans vopnaður skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að atburðarásin hafi verið á þann veg að Brynjar Þór skaut Evu Hrund Pétursdóttur til bana og særði Kára alvarlega. Uppkominn sonur hjónanna, sem talinn er hafa í framhaldinu stöðvað vopnaðan árásarmanninn, hefur einnig stöðu sakbornings hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann gestur á heimili foreldra sinna ásamt unnustu og ungu barni. Sonurinn var handtekinn ásamt unnustu sinni á vettvangi og tekin af þeim skýrslu. Þeim var báðum sleppt samdægurs úr haldi.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33 Kærleiksstund á Blönduósi á morgun Haldin verður svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi annað kvöld. Leggja á friðarkerti á hlaupabrautina og sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda. 25. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 06:33
Kærleiksstund á Blönduósi á morgun Haldin verður svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi annað kvöld. Leggja á friðarkerti á hlaupabrautina og sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda. 25. ágúst 2022 20:51