Laufey Ósk og Friðjón Bryndís Schram skrifar 30. ágúst 2022 17:31 Ég veit svo sem, að „Veislan á þakinu, sem aldrei varð“, er nú orðin fræg að endemum – meira að segja í sjálfu réttarkerfinu. Þegar Laufey Ósk byrjaði að ausa úr sér svívirðingum um Jón Baldvin, komst hún svo að orði: „Ég hef heyrt svo margar ljótar sögur um þig, Jón Baldvin“. Merkilegt, segi ég, vegna þess að u.þ.b. hálfu ári seinna var það sjálfur almannatengill Sjálfstæðisflokksins, sem heitir því göfuga nafni Friðjón Friðjónsson, sem notaði sama orðalag, þegar hann auglýsti opinberlega eftir „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Það gerði hann sem slíkur – almannatengill Sjálfstæðisflokksins og formanns hans – á heimasíðu sinni. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis í ófrægingarherferðum gegn andstæðingum sínum, ef þeim finnst þeir vera hættulegir. þetta hefur meira að segja áunnið sér sérstaka nafngift í vitund almennings: „Skrímsladeildin“. Nýlegt dæmi um þetta var skipulögð aðför á netinu að Katrínu Jakobsdóttur., sem þá var kölluð „Skatta Kata“. Það var svo gleymt og grafið, þegar Katrín gekk til liðs við þá í ríkisstjórn. En þetta er bara pólitík, eins og við þekkjum hana. Hitt er nýmæli að auglýsa opinberlega eftir rógsögum, sem nota má til að ræna andstæðinga mannorðinu. Þeim hlýtur að þykja mikið við liggja, þótt maðurinn minn hafi hætt í pólitík fyrir meira en aldarfjórðungi. Það er orðstírinn, sem þarf að eyðileggja. Hvað sagði ekki vinur okkar, Styrmir Gunnarsson?: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Það er allt jafn ógeðslegt – engar hugsjónir , bara sérhagsmunir“. Kannski fer ég ekki með þetta orðrétt, en þetta er frægasta tilvitnunin í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Kannski eru þetta einkunnarorð – áhrínisorð – íslenska lýðveldisins eftir Hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit svo sem, að „Veislan á þakinu, sem aldrei varð“, er nú orðin fræg að endemum – meira að segja í sjálfu réttarkerfinu. Þegar Laufey Ósk byrjaði að ausa úr sér svívirðingum um Jón Baldvin, komst hún svo að orði: „Ég hef heyrt svo margar ljótar sögur um þig, Jón Baldvin“. Merkilegt, segi ég, vegna þess að u.þ.b. hálfu ári seinna var það sjálfur almannatengill Sjálfstæðisflokksins, sem heitir því göfuga nafni Friðjón Friðjónsson, sem notaði sama orðalag, þegar hann auglýsti opinberlega eftir „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Það gerði hann sem slíkur – almannatengill Sjálfstæðisflokksins og formanns hans – á heimasíðu sinni. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis í ófrægingarherferðum gegn andstæðingum sínum, ef þeim finnst þeir vera hættulegir. þetta hefur meira að segja áunnið sér sérstaka nafngift í vitund almennings: „Skrímsladeildin“. Nýlegt dæmi um þetta var skipulögð aðför á netinu að Katrínu Jakobsdóttur., sem þá var kölluð „Skatta Kata“. Það var svo gleymt og grafið, þegar Katrín gekk til liðs við þá í ríkisstjórn. En þetta er bara pólitík, eins og við þekkjum hana. Hitt er nýmæli að auglýsa opinberlega eftir rógsögum, sem nota má til að ræna andstæðinga mannorðinu. Þeim hlýtur að þykja mikið við liggja, þótt maðurinn minn hafi hætt í pólitík fyrir meira en aldarfjórðungi. Það er orðstírinn, sem þarf að eyðileggja. Hvað sagði ekki vinur okkar, Styrmir Gunnarsson?: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Það er allt jafn ógeðslegt – engar hugsjónir , bara sérhagsmunir“. Kannski fer ég ekki með þetta orðrétt, en þetta er frægasta tilvitnunin í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Kannski eru þetta einkunnarorð – áhrínisorð – íslenska lýðveldisins eftir Hrun.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar