Leysingar og úrkoma gærdagsins áttu ekkert í skyndiflóðið fyrir tveimur árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 11:42 Rennsli jókst töluvert í Hvítá í gær vegna leysinga og úrkomu. Þessi mynd er tekin þegar rennslið var um það bil að ná hámarki í gærkvöldi. Flóðið úr Hafrafellslóni árið 2020 náði alveg upp að brúargólfinu. Vefmyndavél Elmars Snorrasonar. Veðurstofan fylgist áfram grannt með Hafrafellslóni við Langjökul vegna hættu á skyndiflóði úr lóni. Rennsli í Hvítá jókst til muna í hlýindum og rigningu í gær, en þó ekkert á við það sem myndi gerast ef flóð úr lóninu færi af stað. Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði. Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði.
Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00