Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:14 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira