Helstu félagaskipti kvöldsins: Dest til AC Milan, Alfreð til Lyngby og Chelsea í leit að leikmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 23:30 Thomas Tuchel vill fleiri leikmenn. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu knattspyrnudeildum Evrópu lokar á morgun og enn er fjöldi liða í leit að nýjum leikmönnum. Hér að neðan má sjá helstu félagaskipti kvöldsins sem og háværustu orðrómana. Fyrr í dag var greint frá því að ítalski framherjinn Mario Balotelli verður ekki áfram samherji Birkis Bjarnasonar í Tyrklandi. Balotelli mun leika í Sviss á komandi leiktíð. Þá keypti Chelsea varnarmanninn Wesley Fofana frá Leicester City á 70 milljónir punda. Hinn 21 árs gamli Fofana skrifaði undir sjö ára samning við Lundúnaliðið. Englandsmeistarar Manchester City fengu varnarmanninn Manuel Akanji frá Borussia Dortmund en hann er annar leikmaðurinn sem fer frá Dortmund til Man City í sumar. Hinn er framherjinn Erling Braut Håland. Þeir sem sjá um leikmannamál Southampton hafa einnig verið duglegir í dag og stefnir í svefnlausa nótt á skrifstofu þeirra. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sótti framherja og er við það að selja annan til Grikklands. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er svo genginn í raðir Íslendingaliðs Lyngby. Þar hittir hann fyrir Frey Alexandersson, þjálfara, og Sævar Atla Magnússon. Bandaríski bakvörðurinn Sergiño Dest fór í kvöld á láni til AC Milan frá Barcelona. Spænska félagið þurfti að lækka launakostnað sinn á einn hátt eða annan eftir að hafa fengið að skrá Jules Koundé í leikmannahóp sinn. Milan hefur forkaupsrétt á bakverðinum næsta sumar og getur fengið hann fyrir litlar 20 milljónir evra. Danski framherjinn Martin Braithwaite er búinn að samþykkja að rifta samningi sínum í Katalóníu, talið er að hann gæti farið til Valencia. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, staðfest að hann muni ekki færa sig um set frá Manchester til Katalóníu í sumar en Börsungar hafa ekkert farið í felur með áhuga sinn á leikmanninum. Manchester United hefur ákveðið að lána vængmanninn Amad Diallo til Sunderland sem leikur í ensku B-deildinni. Amad var á láni hjá Rangers í Skotlandi á síðustu leiktíð en kom lítið við sögu. Martin Dúbravka mun fara til Man United á láni frá Newcastle United og verða varamarkvörður liðsins. Man Utd getur svo keypt hann næsta sumar. Adnan Januzaj, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur samið við Sevilla en hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Real Sociedad rann út í sumar. Sevilla hefur að sama skapi leyft Lucas Ocompos að fara til Ajax þar sem hann mun fylla skarð brasilíska vængmannsins Antony en Man United keypti hann á fúlgur fjár á dögunum. Ocompos er 28 ára gamall og á að baki 10 A-landsleiki fyrir Argentínu. Carlos Soler er á leiðinni frá Valencia til París Saint-Germain. Miðjumaðurinn á að fylla skarð Ander Herrera, sem fór heim til Athletic Bilbao, og Idrissa Gana Gueye sem ku vera á leið aftur til Everton. Einnig er talið að Everton sé að festa kaup á James Garnier, miðjumanni Man United. Chelsea bauð í kjálkabrotinn Pierre-Emerick Aubameyang en Barcelona neitaði tilboðinu. Talið er að Chelsea muni hækka boð sitt áður en glugginn lokar. Chelsea bauð einnig í Edson Álvarez, leikmann Ajax. Hann getur spilað bæði sem miðvörður eða sem aftasti miðjumaður. Tilboðið hljóðaði upp á 43 milljónir punda en ekki er ljóst hvort Ajax samþykkti tilboðið eða ekki. Félagaskiptagluggar í hverju landi fyrir sig lokast á mismunandi tímum á morgun. Í Þýskalandi og á Ítalíu lokar gluggarnir klukkan 15.00. Í Frakklandi lokar hann 21.00 og á Englandi og Spáni loka þeir klukkustund síðar eða klukkan 22.00. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að ítalski framherjinn Mario Balotelli verður ekki áfram samherji Birkis Bjarnasonar í Tyrklandi. Balotelli mun leika í Sviss á komandi leiktíð. Þá keypti Chelsea varnarmanninn Wesley Fofana frá Leicester City á 70 milljónir punda. Hinn 21 árs gamli Fofana skrifaði undir sjö ára samning við Lundúnaliðið. Englandsmeistarar Manchester City fengu varnarmanninn Manuel Akanji frá Borussia Dortmund en hann er annar leikmaðurinn sem fer frá Dortmund til Man City í sumar. Hinn er framherjinn Erling Braut Håland. Þeir sem sjá um leikmannamál Southampton hafa einnig verið duglegir í dag og stefnir í svefnlausa nótt á skrifstofu þeirra. Íslendingalið FC Kaupmannahöfn sótti framherja og er við það að selja annan til Grikklands. Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er svo genginn í raðir Íslendingaliðs Lyngby. Þar hittir hann fyrir Frey Alexandersson, þjálfara, og Sævar Atla Magnússon. Bandaríski bakvörðurinn Sergiño Dest fór í kvöld á láni til AC Milan frá Barcelona. Spænska félagið þurfti að lækka launakostnað sinn á einn hátt eða annan eftir að hafa fengið að skrá Jules Koundé í leikmannahóp sinn. Milan hefur forkaupsrétt á bakverðinum næsta sumar og getur fengið hann fyrir litlar 20 milljónir evra. Danski framherjinn Martin Braithwaite er búinn að samþykkja að rifta samningi sínum í Katalóníu, talið er að hann gæti farið til Valencia. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, staðfest að hann muni ekki færa sig um set frá Manchester til Katalóníu í sumar en Börsungar hafa ekkert farið í felur með áhuga sinn á leikmanninum. Manchester United hefur ákveðið að lána vængmanninn Amad Diallo til Sunderland sem leikur í ensku B-deildinni. Amad var á láni hjá Rangers í Skotlandi á síðustu leiktíð en kom lítið við sögu. Martin Dúbravka mun fara til Man United á láni frá Newcastle United og verða varamarkvörður liðsins. Man Utd getur svo keypt hann næsta sumar. Adnan Januzaj, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur samið við Sevilla en hann kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Real Sociedad rann út í sumar. Sevilla hefur að sama skapi leyft Lucas Ocompos að fara til Ajax þar sem hann mun fylla skarð brasilíska vængmannsins Antony en Man United keypti hann á fúlgur fjár á dögunum. Ocompos er 28 ára gamall og á að baki 10 A-landsleiki fyrir Argentínu. Carlos Soler er á leiðinni frá Valencia til París Saint-Germain. Miðjumaðurinn á að fylla skarð Ander Herrera, sem fór heim til Athletic Bilbao, og Idrissa Gana Gueye sem ku vera á leið aftur til Everton. Einnig er talið að Everton sé að festa kaup á James Garnier, miðjumanni Man United. Chelsea bauð í kjálkabrotinn Pierre-Emerick Aubameyang en Barcelona neitaði tilboðinu. Talið er að Chelsea muni hækka boð sitt áður en glugginn lokar. Chelsea bauð einnig í Edson Álvarez, leikmann Ajax. Hann getur spilað bæði sem miðvörður eða sem aftasti miðjumaður. Tilboðið hljóðaði upp á 43 milljónir punda en ekki er ljóst hvort Ajax samþykkti tilboðið eða ekki. Félagaskiptagluggar í hverju landi fyrir sig lokast á mismunandi tímum á morgun. Í Þýskalandi og á Ítalíu lokar gluggarnir klukkan 15.00. Í Frakklandi lokar hann 21.00 og á Englandi og Spáni loka þeir klukkustund síðar eða klukkan 22.00.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti