United kynnir Antony til leiks Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 09:31 Antony er orðinn leikmaður Manchester United. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð. Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira