Hvaða bakslag? María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. september 2022 08:31 Fréttir af regnbogafánum sem rifnir eru niður, eyðileggingum á regnbogagötum, nýnasistaáróðri gegn hinsegin fólki, skemmdaverkum á listasýningu í tilefni Hinsegin daga, hatursorðræðu og meiðandi ummælum hafa verið óþæginlega algengar síðastliðnar vikur hér á landi. Það virðist ógna tilveru einhverra í samfélaginu okkar að fjölbreytileikinn hafi fest sig í sessi á Íslandi. Ég trúi því þó að meirihluti þjóðarinnar standi með fjölbreytileikanum. En dropinn holar steininn og hver skilaboð sem send eru út, með hatrið að vopni, geta haft í för með sér að pláss verði til fyrir enn meira hatur og jafnvel ofbeldi. Ég veit að mörg okkar sem tilheyrum hinseginsamfélaginu höfum fundið fyrir auknum ótta í kjölfar fregna sem vega að tilverurétti okkar. Við þeirri þróun er mikilvægt að spyrna. Og þar þurfum við á öllu samfélaginu okkar að halda. Svo óttinn lami okkur ekki og hreki í felur. Opnum augun Ég tilheyri kynslóð hinsegin einstaklinga sem gat farið nokkuð klakklaust í gegnum það að horfast í augu við sjálfa mig og viðurkenna fyrir mér, og mínum nánustu að ég væri svo sannarlega mjög samkynhneigð. Fyrir það er ég þakklát. Ég var samt 21 árs og hafði haldið niðri í mér andanum alla grunn- og menntaskólagönguna. En í dag er ég gift ástinni minni og á með henni tvo dásamlega stráka, yndislegt heimili og lífið okkar er gott. Ég á kynslóðinni á undan allt að þakka, þau börðust með kjafti og klóm og töpuðu mörg hver ærunni, ferlinum eða jafnvel lífi sínu til að ryðja brautina. Svo við getum öll fengið að vera við sjálf. Ég hef fylgst með aðdáun með þeirri þróun að unga fólkið hefur þorað miklu fyrr en ég þorði að vera það sjálft. Ekki í felum. Ég hef sinnt fræðslu í skólum um Hinseginleikann í mörg ár og nú heyrir það til undantekninga að það sé ekki að minnsta kosti eitt regnbogabarn komið út á unglingastigi í grunnskólum. Það er nýr veruleiki, sem við eigum að fagna. Ekki óttast. Vegna þess að við vorum öll til í grunnskólunum fyrir nokkrum árum eða áratugum. Við vorum bara regnbogabörn í felum, þjökuð af sjálfsefa og ótta yfir því að vera „öðruvísi“. Ég hef samt sem áður miklar áhyggjur af þróun mála. Nú fylgist ég með unga hugrakka fólkinu okkar, kynslóðinni á eftir mér sem fær nú að finna rækilega fyrir hatri og umræðu sem meiðir. Sum þurfa jafnvel að takast á við það jafnvel daglega að kallað sé til þeirra ókvæðisorðum, tilvera þeirra ekki viðurkennd, gelt að þeim og þeim hótað lífláti eða hvött til þess að taka eigið líf. Þetta er að gerast í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, á skólagöngunum, í félagsmiðstöðvunum eða jafnvel út á götu. Ég hef því miður séð of mörg dæmi um nákvæmlega þetta síðustu mánuði. Opnum augun og hættum að þræta um það hvort hið meinta bakslag sé raunverulegt eða hættulegt. Raunveruleikinn blasir við og við verðum að taka slaginn saman gegn hatrinu. Fyrir komandi kynslóðir – og fyrir þær kynslóðir sem á undan komu. Við þurfum að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa áunnist á sama tíma og við nýtum þá þekkingu og reynslu sem við höfum til að þoka málum áfram i löndum sem því miður eru ekki jafn langt komin í réttindabaráttu og mannréttindum og við. FO vettlingar fyrir hinseginbaráttuna um allan heim Í dag hefst FO herferð UN Women á Íslandi með sölu á einstökum FO vettlingum sem hannaðir eru af Védísi Jónsdóttur og framleiddir hjá VARMA. Í ár verður varningurinn einmitt til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum. Bakslagið hér heima er í formi meiðandi orðræðu, skemmdaverka og skoðana en sem betur fer eru lagaleg réttindi á Íslandi að mestu leyti tryggð. Sömu sögu er ekki að segja um öll ríki heims. En 35% þeirra búa yfir lögum sem banna, refsa eða dæma jafnvel til dauða fyrir hinseginleika. 84% ríkja heims banna samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra.Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi, pyntingar og ofbeldi sökum kyns, kynhneigðar, kynvitundar eða kyntjáningar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women hafi bolmagn til að standa áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið án fjármagns síðan í maí á þessu ári og því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna í ár gríðarlega mikilvægur. Þú getur stutt við baráttuna með því að kaupa vettlinga hér. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi og stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Hinsegin Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Fréttir af regnbogafánum sem rifnir eru niður, eyðileggingum á regnbogagötum, nýnasistaáróðri gegn hinsegin fólki, skemmdaverkum á listasýningu í tilefni Hinsegin daga, hatursorðræðu og meiðandi ummælum hafa verið óþæginlega algengar síðastliðnar vikur hér á landi. Það virðist ógna tilveru einhverra í samfélaginu okkar að fjölbreytileikinn hafi fest sig í sessi á Íslandi. Ég trúi því þó að meirihluti þjóðarinnar standi með fjölbreytileikanum. En dropinn holar steininn og hver skilaboð sem send eru út, með hatrið að vopni, geta haft í för með sér að pláss verði til fyrir enn meira hatur og jafnvel ofbeldi. Ég veit að mörg okkar sem tilheyrum hinseginsamfélaginu höfum fundið fyrir auknum ótta í kjölfar fregna sem vega að tilverurétti okkar. Við þeirri þróun er mikilvægt að spyrna. Og þar þurfum við á öllu samfélaginu okkar að halda. Svo óttinn lami okkur ekki og hreki í felur. Opnum augun Ég tilheyri kynslóð hinsegin einstaklinga sem gat farið nokkuð klakklaust í gegnum það að horfast í augu við sjálfa mig og viðurkenna fyrir mér, og mínum nánustu að ég væri svo sannarlega mjög samkynhneigð. Fyrir það er ég þakklát. Ég var samt 21 árs og hafði haldið niðri í mér andanum alla grunn- og menntaskólagönguna. En í dag er ég gift ástinni minni og á með henni tvo dásamlega stráka, yndislegt heimili og lífið okkar er gott. Ég á kynslóðinni á undan allt að þakka, þau börðust með kjafti og klóm og töpuðu mörg hver ærunni, ferlinum eða jafnvel lífi sínu til að ryðja brautina. Svo við getum öll fengið að vera við sjálf. Ég hef fylgst með aðdáun með þeirri þróun að unga fólkið hefur þorað miklu fyrr en ég þorði að vera það sjálft. Ekki í felum. Ég hef sinnt fræðslu í skólum um Hinseginleikann í mörg ár og nú heyrir það til undantekninga að það sé ekki að minnsta kosti eitt regnbogabarn komið út á unglingastigi í grunnskólum. Það er nýr veruleiki, sem við eigum að fagna. Ekki óttast. Vegna þess að við vorum öll til í grunnskólunum fyrir nokkrum árum eða áratugum. Við vorum bara regnbogabörn í felum, þjökuð af sjálfsefa og ótta yfir því að vera „öðruvísi“. Ég hef samt sem áður miklar áhyggjur af þróun mála. Nú fylgist ég með unga hugrakka fólkinu okkar, kynslóðinni á eftir mér sem fær nú að finna rækilega fyrir hatri og umræðu sem meiðir. Sum þurfa jafnvel að takast á við það jafnvel daglega að kallað sé til þeirra ókvæðisorðum, tilvera þeirra ekki viðurkennd, gelt að þeim og þeim hótað lífláti eða hvött til þess að taka eigið líf. Þetta er að gerast í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, á skólagöngunum, í félagsmiðstöðvunum eða jafnvel út á götu. Ég hef því miður séð of mörg dæmi um nákvæmlega þetta síðustu mánuði. Opnum augun og hættum að þræta um það hvort hið meinta bakslag sé raunverulegt eða hættulegt. Raunveruleikinn blasir við og við verðum að taka slaginn saman gegn hatrinu. Fyrir komandi kynslóðir – og fyrir þær kynslóðir sem á undan komu. Við þurfum að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa áunnist á sama tíma og við nýtum þá þekkingu og reynslu sem við höfum til að þoka málum áfram i löndum sem því miður eru ekki jafn langt komin í réttindabaráttu og mannréttindum og við. FO vettlingar fyrir hinseginbaráttuna um allan heim Í dag hefst FO herferð UN Women á Íslandi með sölu á einstökum FO vettlingum sem hannaðir eru af Védísi Jónsdóttur og framleiddir hjá VARMA. Í ár verður varningurinn einmitt til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum. Bakslagið hér heima er í formi meiðandi orðræðu, skemmdaverka og skoðana en sem betur fer eru lagaleg réttindi á Íslandi að mestu leyti tryggð. Sömu sögu er ekki að segja um öll ríki heims. En 35% þeirra búa yfir lögum sem banna, refsa eða dæma jafnvel til dauða fyrir hinseginleika. 84% ríkja heims banna samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra.Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi, pyntingar og ofbeldi sökum kyns, kynhneigðar, kynvitundar eða kyntjáningar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women hafi bolmagn til að standa áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið án fjármagns síðan í maí á þessu ári og því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna í ár gríðarlega mikilvægur. Þú getur stutt við baráttuna með því að kaupa vettlinga hér. Höfundur er kynningarstýra UN Women á Íslandi og stofnandi Hinseginleikans.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun