Frá kyrrsetumanni að drepast - yfir í líkama sem gott er að lifa í Jón Þór Ólafsson skrifar 2. september 2022 13:31 Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun