Er alltaf best að sigra? Eva María Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 14:31 Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir. Fyrirsögn blaðsins er einfaldlega Sigraðu heilsuna! Flest skiljum við þetta eins og það er meint og það er sannarlega vel meint að hvetja okkur öll til að temja okkur heilsusamlegt líferni. Þó eru í orðalaginu ákveðin óþægindi, þversögn. Óþægindin tengjast hugmyndinni um að sigra. Við notum sögnina að sigra iðulega um þann sem hefur betur í viðureign, sá er sigurvegarinn. Hinn tapar. Ef við sjáum fyrir okkur viðureign okkar við eigin heilsu, hvernig væri ákjósanlegt að henni lyktaði? Ef við sigrum heilsuna, liggur hún þá ekki í valnum að viðureign lokinni? Ef hinsvegar heilsan sigrar okkur, væru okkur þá ekki allir vegir færir? Væri mögulega nær lagi að hvetja lesendur Nettóblaðsins til að sigrast á óhollustu eða einfaldlega að láta heilsuna hafa betur. Heilsan sigrar! Orðalagið að sigra þetta og hitt er í tísku núna og það er gaman að tískubylgjum, líka í tungumálinu. Tískan er tilraunakennd og fer oft á skjön við hið gamalgróna. Það er sígilt að nota íslensku á skapandi og tilraunakenndan hátt og væri óskandi að leikurinn að tungumálinu liði aldrei undir lok. Ef menn eru tilbúnir til að ýta málinu út á ystu nöf til að tryggja sér athygli, er það ákveðin aðferð. Þeir sem nota þá aðferð eru sennilega ekki að hugsa um hversu mikið þeir unna tungumálinu. Einnig er mikils virði að gleyma ekki að senda ritmál sem fer í almenna dreifingu til prófarkalesara. Það hefði sennilega komið í veg fyrir að mér birtist þessi dapurlega sýn á heilsuna sem liggur gersigruð og óvíg eftir viðureign okkar. Og ástand mitt hefur aldrei verið verra, því ég hef tapað heilsunni! Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar