Ronaldo þarf að leggja harðar að sér ætli hann sér byrjunarliðssæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 10:30 Cristiano Ronaldo er fastur á bekknum þessa dagana. Kieran Cleeves/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur sent Cristiano Ronaldo skýr skilaboð varðandi stöðu framherjans hjá félaginu. Vilji hinn 37 ára gamla ofurstjarna verða byrjunarliðsmaður á ný þarf hann að leggja harðar að sér og venjast leikstíl liðsins. Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira