„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2022 21:37 Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. vísir Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig vegurinn um Almenninga milli Fljóta og Fjallabyggðar lítur út. Á svæðinu er mikið jarðsig og hætta á skriðuföllum, en á köflum virðist eins og ekki megi miklu muna að jarðsigið grafi undan veginum. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar segir málið viðkvæmt enga vilji sumir ferðaþjónustuaðilar ekki tala niður aðstæður á svæðinu. Engum sé þó hollt að horfa fram hjá vandamálinu. „Það er augljóst mál að þessi vegur er farartálmi og ég held að við verðum að horfast í augu við það sem samfélag að við græðum ekkert á því til lengdar að stinga hausnum í sandinn og segja að þetta sé bara allt í lagi því eins og þú sást sjálf þá er þetta ekki allt í lagi þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi,“ sagði Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann segir að vegurinn hafi verið gríðarleg samgöngubylting á sínum tíma en í dag sé hann barn síns tíma. Vegna hlýnunar jarðar hefur orðið jarðsig sem hefur dregið veginn niður, en Guðjón segir hann á fleygiferð. „Það eru þessir blettir sem þið keyrðuð um. Þið skiptust á að keyra annars vegar á bundnu slitlagi og svo á forapittum þar á milli og það er afleiðingin af hreyfingu jarðarinnar út af jarðsiginu.“ Hætta er á jarðsigi.elísabet inga Hann segir veginn óboðlegan. „Hann er á fleygiferð, það held ég að sé alveg ljóst og það er þarna hluti af veginum sem féll stór skriða fyrir nokkrum árum sem heitir Kóngsnef og þar í rauninni blokkeraðist vegurinn og það var farið í það með jarðýtum og þungavinnuvélum að opna veginn aftur. Við þurfum aðra lausn en þetta. Við þurfum jarðgöng vestur í Fljót.“ Guðjón segir að íbúum Fjallabyggðar sé ekki vel við að fara vegin en þeir hafi ekki annað val. „Maður hefur ekkert annað val. Hvað á ég að gera? Hin leiðin er að fara bílaleiðina í gegnum Dalvík, þannig ég keyri bara veginn og ef það er einhver túristi fyrir mér þá bara spæni ég fram úr honum.“ Fjallabyggð Samgöngur Vegagerð Skagafjörður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig vegurinn um Almenninga milli Fljóta og Fjallabyggðar lítur út. Á svæðinu er mikið jarðsig og hætta á skriðuföllum, en á köflum virðist eins og ekki megi miklu muna að jarðsigið grafi undan veginum. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar segir málið viðkvæmt enga vilji sumir ferðaþjónustuaðilar ekki tala niður aðstæður á svæðinu. Engum sé þó hollt að horfa fram hjá vandamálinu. „Það er augljóst mál að þessi vegur er farartálmi og ég held að við verðum að horfast í augu við það sem samfélag að við græðum ekkert á því til lengdar að stinga hausnum í sandinn og segja að þetta sé bara allt í lagi því eins og þú sást sjálf þá er þetta ekki allt í lagi þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi,“ sagði Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann segir að vegurinn hafi verið gríðarleg samgöngubylting á sínum tíma en í dag sé hann barn síns tíma. Vegna hlýnunar jarðar hefur orðið jarðsig sem hefur dregið veginn niður, en Guðjón segir hann á fleygiferð. „Það eru þessir blettir sem þið keyrðuð um. Þið skiptust á að keyra annars vegar á bundnu slitlagi og svo á forapittum þar á milli og það er afleiðingin af hreyfingu jarðarinnar út af jarðsiginu.“ Hætta er á jarðsigi.elísabet inga Hann segir veginn óboðlegan. „Hann er á fleygiferð, það held ég að sé alveg ljóst og það er þarna hluti af veginum sem féll stór skriða fyrir nokkrum árum sem heitir Kóngsnef og þar í rauninni blokkeraðist vegurinn og það var farið í það með jarðýtum og þungavinnuvélum að opna veginn aftur. Við þurfum aðra lausn en þetta. Við þurfum jarðgöng vestur í Fljót.“ Guðjón segir að íbúum Fjallabyggðar sé ekki vel við að fara vegin en þeir hafi ekki annað val. „Maður hefur ekkert annað val. Hvað á ég að gera? Hin leiðin er að fara bílaleiðina í gegnum Dalvík, þannig ég keyri bara veginn og ef það er einhver túristi fyrir mér þá bara spæni ég fram úr honum.“
Fjallabyggð Samgöngur Vegagerð Skagafjörður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira