„Vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2022 10:30 Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir ásamt Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, fyrir sex árum síðan, en saman léku þær í sigursælu liði Breiðabliks. Instagram/@ingibjorg11 Miðverðirnir Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir eiga í afar jafnri samkeppni um stöðu í vörn íslenska landsliðsins sem mætir Hollandi annað kvöld, í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta. Guðrún vann sig inn í byrjunarliðið á síðasta ári og tók þá við hlutverki Ingibjargar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Eftir tvo leiki á EM kom Ingibjörg aftur inn í liðið í stað Guðrúnar fyrir 1-1 jafnteflið við Frakka, og Ingibjörg var aftur í vörninni í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. „Þetta er bara mjög holl samkeppni og gerir öllum mjög gott að hafa þessa samkeppni. Ég tek henni bara fagnandi og nýti mín tækifæri eins vel og ég get, og reyni svo bara að styðja hinar þegar þær fá tækifæri,“ segir Ingibjörg um þessa jöfnu samkeppni en viðtal við hana sem tekið var fyrir æfingu í Utrecht í gær má sjá hér að neðan. Klippa: Ingibjörg spennt fyrir úrslitaleiknum Þær Guðrún léku saman hjá Breiðabliki á árunum 2012-2017 en eru núna báðar atvinnumenn – Ingibjörg hjá Vålerenga í Noregi en Guðrún hjá Rosengård í Svíþjóð. Ingibjörg segir sambandið þeirra á milli því gott þó að báðar vilji auðvitað vera í byrjunarliði Íslands: „Mjög gott. Við erum búnar að vera vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara og styðjum hvor aðra.“ Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir eitt af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld. Nú er hún mætt með íslenska liðinu til Utrecht í Hollandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandi dugar jafntefli hér í Utrecht annað kvöld, til að sleppa við umspil og komast beint á HM. Andstæðingurinn er hins vegar lið sem vann silfurverðlaun á síðasta HM árið 2019. „Veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri“ „Þetta verður erfiður leikur þar sem við munum þurfa að berjast töluvert meira en á föstudaginn [gegn Hvíta-Rússlandi]. Þetta verður allt öðruvísi en þá. Þær eru með heimsklassaleikmenn í öllum stöðum svo það verður ekkert hægt að slappa af eða fá tækifæri til að missa fókus. Þær eru með góða leikmenn í öllum stöðum sem eru vanar að spila svona leiki í hverri einustu viku, gegn toppliðum. Við þurfum að vera þéttar varnarlega og vera klárar í að taka hraðar sóknir líka. Við þurfum líka að vera þolinmóðar með boltann þegar við fáum hann,“ segir Ingibjörg. Grindvíkingurinn hefur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM en það að komast á HM yrði auðvitað enn stærri áfangi: „Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um mjög lengi og ég veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri að tryggja sig inn á HM. Vonandi fáum við að sjá það [á morgun].“ Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Guðrún vann sig inn í byrjunarliðið á síðasta ári og tók þá við hlutverki Ingibjargar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Eftir tvo leiki á EM kom Ingibjörg aftur inn í liðið í stað Guðrúnar fyrir 1-1 jafnteflið við Frakka, og Ingibjörg var aftur í vörninni í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn. „Þetta er bara mjög holl samkeppni og gerir öllum mjög gott að hafa þessa samkeppni. Ég tek henni bara fagnandi og nýti mín tækifæri eins vel og ég get, og reyni svo bara að styðja hinar þegar þær fá tækifæri,“ segir Ingibjörg um þessa jöfnu samkeppni en viðtal við hana sem tekið var fyrir æfingu í Utrecht í gær má sjá hér að neðan. Klippa: Ingibjörg spennt fyrir úrslitaleiknum Þær Guðrún léku saman hjá Breiðabliki á árunum 2012-2017 en eru núna báðar atvinnumenn – Ingibjörg hjá Vålerenga í Noregi en Guðrún hjá Rosengård í Svíþjóð. Ingibjörg segir sambandið þeirra á milli því gott þó að báðar vilji auðvitað vera í byrjunarliði Íslands: „Mjög gott. Við erum búnar að vera vinkonur síðan að við vorum ungar þannig að við fögnum þessu bara og styðjum hvor aðra.“ Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir eitt af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld. Nú er hún mætt með íslenska liðinu til Utrecht í Hollandi.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandi dugar jafntefli hér í Utrecht annað kvöld, til að sleppa við umspil og komast beint á HM. Andstæðingurinn er hins vegar lið sem vann silfurverðlaun á síðasta HM árið 2019. „Veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri“ „Þetta verður erfiður leikur þar sem við munum þurfa að berjast töluvert meira en á föstudaginn [gegn Hvíta-Rússlandi]. Þetta verður allt öðruvísi en þá. Þær eru með heimsklassaleikmenn í öllum stöðum svo það verður ekkert hægt að slappa af eða fá tækifæri til að missa fókus. Þær eru með góða leikmenn í öllum stöðum sem eru vanar að spila svona leiki í hverri einustu viku, gegn toppliðum. Við þurfum að vera þéttar varnarlega og vera klárar í að taka hraðar sóknir líka. Við þurfum líka að vera þolinmóðar með boltann þegar við fáum hann,“ segir Ingibjörg. Grindvíkingurinn hefur farið með íslenska landsliðinu tvisvar í lokakeppni EM en það að komast á HM yrði auðvitað enn stærri áfangi: „Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um mjög lengi og ég veit ekki einu sinni hvernig tilfinning það væri að tryggja sig inn á HM. Vonandi fáum við að sjá það [á morgun].“ Ísland og Holland mætast á morgun í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01 „Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Utan vallar: Sýnið þeim að tréklossarnir séu eini munurinn Núna er tækifærið. Ef að Ísland á einhvern tímann að komast á sjálft heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna þá er vonin betri nú en nokkru sinni fyrr, þó að stórt ljón standi í veginum. 5. september 2022 09:01
„Það væri draumur að rætast“ Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. 4. september 2022 21:46
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00