Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 11:37 Húsnæði Sósíalistaflokksins var grýtt á meðan Gunnar Smári var þar að taka viðtal. Borgarstjóri fordæmir atvikið en Brynjar sakar Gunnar um hræsni. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum. Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum.
Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira