„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. september 2022 20:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á olíufélögin og fleiri að bjóða landsbyggðinni upp á sambærileg kjör og höfuðborgarbúar njóta. Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann. Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Verð á bensínlítranum fór á dögunum undir 300 krónur hjá Costco og er lægsta verð hjá öðrum bensínstöðvum tæplega 302 krónur. Lítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var hann víða kominn yfir 350 krónur. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda fagnaði því í hádegisfréttum í gær að félögin virðast farin að taka við sér og lækka verð en það hafi verið löngu tímabært. Verðið er hagstæðast á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri en annars staðar á landinu er verðið umtalsvert hærra. Lægsta verðið á suðvesturhorninu er 313 krónur, 314 krónur á Vesturlandi, rúmar 323 krónur á Vestfjörðum, og 325 krónur á Suður- og Austurlandi samkvæmt verðkönnun GSMbensín. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skjóta skökku við. „Í þessu er bara fólgið mikið óréttlæti gagnvart fólki sem býr úti á landi og við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir heldur en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vilhjálmur. Fákeppni frekar en flutningskostnaður sem skýri líklega muninn Á Akranesi kosti um 1200 krónum meira að fylla 55 lítra bensíntank miðað við lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu hjá N1. Hann tekur sem dæmi að ef fjölskylda sem ferðast mikið þurfi að fylla tankinn þrisvar í mánuði þurfi laun þeirra að vera um sex þúsund krónum hærri til að ráðstöfunartekjur geti svarað þeim kostnaði. „Mér finnst þetta bara sláandi munur og hvernig er verið að koma fram við landsbyggðina,“ segir Vilhjálmur. Hann telur ólíklegt að aukinn flutningskostnaður sé skýringin, verð á lítrann sé til að mynda um tíu krónum lægra á Borgarnesi heldur en á Akranesi. „Það er alla vega ljóst að ef það er hægt að bjóða upp á lægra bensínverð í Borgarnesi þá er lengra til Borgarness en upp á Akranes. Þannig þau rök halda ekki , ég held að þetta sé fyrst og fremst út af þeirri fákeppni sem ríkir á olíumarkaðinum,“ segir Vilhjálmur. Þá sé ekki ómögulegt að bjóða lægra verð þó flutningskostnaður spili inn í en hann vísar til þess að Bónus hafi ákveðið að bjóða sambærilegt verð alls staðar á landinu. Vilhjálmur skorar á olíufélögin að gera slíkt hið sama en hærra eldsneytisverð sé ekki það eina sem landsbyggðin þurfi að þola. „Við höfum þurft að þola það úti á landsbyggðinni að það er margt dýrara sökum fákeppni þannig að við erum bara að reyna að vekja athygli á þessu og skorum bara á alla aðila að sýna landsbyggðinni þá virðingu að bjóða sambærileg kjör,“ segir hann.
Neytendur Verðlag Bensín og olía Akranes Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira