Ósýnilegu börnin Guðlaugur Kristmundsson skrifar 6. september 2022 07:31 Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun