Mbappé um Pogba-málið: „Orð gegn orði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2022 08:31 Paul Pogba og Kylian Mbappé eru burðarstólpar í franska landsliðinu sem á titil að verja á HM í Katar. getty/Laurence Griffiths Kylian Mbappé segist treysta Paul Pogba þrátt fyrir orðróm þess efnis að hann hafi leitað til töfralæknis til að leggja bölvun á félaga í franska landsliðinu. Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Deilur bræðranna Pauls og Mathias Pogba hafa verið mikið í fréttunum að undanförnu. Paul hefur greint frá því að ýmsir aðilar hafi reynt að fjárkúga hann, meðal annars Mathias. Hann hefur hótað því að afhjúpa viðkvæmar upplýsingar um Paul og hefur meðal annars greint frá því að Paul hafi fengið töfralækni til að leggja bölvun á Mbappé. Paul gekkst við því að hafa leitað til töfralæknis en það hafi verið gert til að hjálpa góðgerðarsamtökum í Afríku. Á blaðamannafundi í gær sagðist Mbappé hafa verið í sambandi við Pogba vegna þessa stórundarlega máls. „Ég treysti samherja mínum,“ sagði Mbappé á blaðamannafundi í gær. „Hann hafði samband og sagði sína hlið á málinu. Núna er þetta orð gegn orði. Ég treysti samherja mínum þó ekki nema vegna landsliðsins. Framundan er stórt mót og vandamálin eru nú þegar nokkur. Þetta er ekki tíminn til að bæta fleirum við.“ Mbappé vísaði þarna til HM í Katar þar sem Frakkar eiga titil að verja. Pogba og Mbappé voru báðir í lykilhlutverki þegar Frakkland vann HM 2018 og skoruðu meðal annars báðir í úrslitaleiknum gegn Króatíu. Óvíst er hvort Pogba verði með á HM en hann er nýbúinn í aðgerð á hné. Hann gekk í raðir Juventus frá Manchester United á nýjan leik í sumar. Mbappé og félagar hans í Paris Saint-Germain mæta Juventus í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Franski boltinn HM 2022 í Katar Frakkland Mál Pogba-bræðranna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira