Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 15:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekkert danskt við súkkulaðihúðaðan lakkrís. Hann sé jafn íslenskur og álfar og jöklar. Vísir/Vilhelm/Lakrids by Bülow Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27