Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 13:31 Sjáland fær að vera áfram í Garðabænum. Vísir/Vilhelm Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira