Fimm brauð, tveir fiskar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 8. september 2022 13:31 Í Nýja Testamentinu segir frá því þegar Jesús fóðraði 5000 manns (og þegar ég segi manns, þá voru það víst 5000 karlar, því konur og börn virtist óþarfi að telja) með aðeins fimm brauðum og tveimur fiskum. Það var meira að segja nóg eftir og söfnuðu lærisveinarnir afgöngum í heilar 12 körfur. Það er ansi ljóst að brauðhleifar Palestínumannsins til forna duguðu yfirnáttúrulega vel, en jafnvel þó við tökum kraftaverkin út úr jöfnunni mætti gjarnan spyrja sig: Hvað er eitt brauð og hvað er einn fiskur? Siðmennt stekkur yfir 5000 félaga Þjóðskrá Íslands gaf í gær út reglulegt fréttabréf sitt, þar sem fjallað er um uppfærðar tölur úr skrá yfir trúfélagsaðild Íslendinga. Samkvæmt nýjustu tölum hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, nú farið yfir 5000 félaga í fyrsta skipti. Það er stórfelld aukning á stuttum tíma, en þegar Siðmennt var fyrst sett á skrá yfir lífsskoðunarfélög landsins árið 2013 voru um 300 meðlimir á félagatali félagsins. Þetta er því tæp sautjánföldun á aðeins 9 árum. Á sama tímabili hefur Þjóðkirkja Íslands farið úr því að vera andlegt heimili 76% Íslendinga, í það að hafa aðeins 60% þjóðarinnar á félagaskrá sinni. Fyrri kynslóðir stýra úthlutun fjármuna framtíðarinnar Það er því nokkuð ljóst að annað félagið hlýtur að vera í þó nokkurri tilvistarkreppu, á meðan hitt félagið blómstrar og sópar til sín nýjum félögum sem líta á húmanísk gildi sem sín lífsviðhorf. Það er þó auðvitað gígantískur munur á milli félaga; annað hefur í sögulegu samhengi talið meirihluta þjóðarinnar, á meðan hitt er nýskriðið yfir 1%. En tölur Þjóðskrár um félagsaðild þessara tveggja lífsskoðunarfélaga, annars kristilegs og hins veraldlegs, byggjast þó einnig á gölluðum gögnum sem bera þess merki að kerfislæg forréttindi hafi skekkt þau í áraraðir. Þegar börn fæðast eru þau skráð, án heimildar foreldra, í það félag sem foreldrarnir tilheyra. Áður voru börn skráð lóðbeint í trúfélag móður, án þess að spyrja kóng, né prest, móður né barn. Þetta þýðir að áratugum saman hefur fólk verið skráð í það trúfélag fyrri kynslóða í fjölskyldu sinni án heimildar fólksins sjálfs, og það er aðallega eitt trúfélag sem græðir á því: Trúfélagið sem var algengast hjá téðum fyrri kynslóðum. Margt bendir þó til þess að tölurnar endurspegli ekki raunveruleg viðhorf landans. Siðmennt, með sitt staka prósent þjóðarinnar á félagatali sínu, sinnti 18% allra hjónavígsla sem fram fóru hjá trú- eða lífsskoðunarfélögum árið 2019 (uppfærðari tölur því miður ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni). Gölluð gögn gera ógagn Sum gætu haldið að þetta skipti litlu máli. Að skráning Þjóðskrár á þessum viðkvæmu persónuupplýsingum sé nú fyrst og fremst upplýsingasöfnun. En það er ekki alveg svoleiðis, því að skipting fjármuna byggist á þessum upplýsingum. Og af því að gögnin eru gölluð getum við ekki verið viss um að skipting þessara sameiginlegu sjóða þjóðarinnar sé raunverulega réttlát og samkvæmt vilja fólksins. Flestar kannanir sýna nefnilega að í gögnunum sé talsverð skekkja-að ekki öll sem tilheyra stærsta félaginu, Þjóðkirkjunni, vilji endilega vera þar, eða séu yfirhöfuð meðvituð um það að þau tilheyri því félagi. Þannig væri á allan máta langréttlátast að núlla bara skráninguna á einu bretti og óska eftir því að fólk skrái sig aftur. Aðeins þannig myndi skráningin endurspegla raunverulegan vilja einstaklingsins - og þannig þjóðarinnar allrar. En hvað koma fiskarnir málinu við? Jú, Jesús fóðraði fullt af fólki með fáeinum brauðum og fiskapari. Það er því ljóst að brauðin hans duga betur en önnur brauð. Og það sama á við þau brauð og fiska sem dreift er úr bastkörfum ríkissjóðs til lífsskoðunarfélaganna. Flest fá félögin brauð og fiska í hlutfalli við stærð þess sem telur sig eiga samleið með félaginu. Öll nema eitt. Eitt félagið fær nefnilega nánast tvöfölda úthlutun; Ekki bara sóknargjöld, heldur aukaframlag sem telur milljarða, sem byggist á versta samningi sem ríkið hefur nokkurntíman gert og allar líkur á að sé í raun löngu búið að greiða upp. Það er því nokkuð ljós að rétt eins og fyrir tvöþúsund árum, þá eru enn í dag sum brauð stærri en önnur brauð. Höfundur er formaður Siðmenntar, siðrænna húmanista á Íslandi og borðar almennt ekki fisk, en þónokkuð brauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í Nýja Testamentinu segir frá því þegar Jesús fóðraði 5000 manns (og þegar ég segi manns, þá voru það víst 5000 karlar, því konur og börn virtist óþarfi að telja) með aðeins fimm brauðum og tveimur fiskum. Það var meira að segja nóg eftir og söfnuðu lærisveinarnir afgöngum í heilar 12 körfur. Það er ansi ljóst að brauðhleifar Palestínumannsins til forna duguðu yfirnáttúrulega vel, en jafnvel þó við tökum kraftaverkin út úr jöfnunni mætti gjarnan spyrja sig: Hvað er eitt brauð og hvað er einn fiskur? Siðmennt stekkur yfir 5000 félaga Þjóðskrá Íslands gaf í gær út reglulegt fréttabréf sitt, þar sem fjallað er um uppfærðar tölur úr skrá yfir trúfélagsaðild Íslendinga. Samkvæmt nýjustu tölum hefur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, nú farið yfir 5000 félaga í fyrsta skipti. Það er stórfelld aukning á stuttum tíma, en þegar Siðmennt var fyrst sett á skrá yfir lífsskoðunarfélög landsins árið 2013 voru um 300 meðlimir á félagatali félagsins. Þetta er því tæp sautjánföldun á aðeins 9 árum. Á sama tímabili hefur Þjóðkirkja Íslands farið úr því að vera andlegt heimili 76% Íslendinga, í það að hafa aðeins 60% þjóðarinnar á félagaskrá sinni. Fyrri kynslóðir stýra úthlutun fjármuna framtíðarinnar Það er því nokkuð ljóst að annað félagið hlýtur að vera í þó nokkurri tilvistarkreppu, á meðan hitt félagið blómstrar og sópar til sín nýjum félögum sem líta á húmanísk gildi sem sín lífsviðhorf. Það er þó auðvitað gígantískur munur á milli félaga; annað hefur í sögulegu samhengi talið meirihluta þjóðarinnar, á meðan hitt er nýskriðið yfir 1%. En tölur Þjóðskrár um félagsaðild þessara tveggja lífsskoðunarfélaga, annars kristilegs og hins veraldlegs, byggjast þó einnig á gölluðum gögnum sem bera þess merki að kerfislæg forréttindi hafi skekkt þau í áraraðir. Þegar börn fæðast eru þau skráð, án heimildar foreldra, í það félag sem foreldrarnir tilheyra. Áður voru börn skráð lóðbeint í trúfélag móður, án þess að spyrja kóng, né prest, móður né barn. Þetta þýðir að áratugum saman hefur fólk verið skráð í það trúfélag fyrri kynslóða í fjölskyldu sinni án heimildar fólksins sjálfs, og það er aðallega eitt trúfélag sem græðir á því: Trúfélagið sem var algengast hjá téðum fyrri kynslóðum. Margt bendir þó til þess að tölurnar endurspegli ekki raunveruleg viðhorf landans. Siðmennt, með sitt staka prósent þjóðarinnar á félagatali sínu, sinnti 18% allra hjónavígsla sem fram fóru hjá trú- eða lífsskoðunarfélögum árið 2019 (uppfærðari tölur því miður ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni). Gölluð gögn gera ógagn Sum gætu haldið að þetta skipti litlu máli. Að skráning Þjóðskrár á þessum viðkvæmu persónuupplýsingum sé nú fyrst og fremst upplýsingasöfnun. En það er ekki alveg svoleiðis, því að skipting fjármuna byggist á þessum upplýsingum. Og af því að gögnin eru gölluð getum við ekki verið viss um að skipting þessara sameiginlegu sjóða þjóðarinnar sé raunverulega réttlát og samkvæmt vilja fólksins. Flestar kannanir sýna nefnilega að í gögnunum sé talsverð skekkja-að ekki öll sem tilheyra stærsta félaginu, Þjóðkirkjunni, vilji endilega vera þar, eða séu yfirhöfuð meðvituð um það að þau tilheyri því félagi. Þannig væri á allan máta langréttlátast að núlla bara skráninguna á einu bretti og óska eftir því að fólk skrái sig aftur. Aðeins þannig myndi skráningin endurspegla raunverulegan vilja einstaklingsins - og þannig þjóðarinnar allrar. En hvað koma fiskarnir málinu við? Jú, Jesús fóðraði fullt af fólki með fáeinum brauðum og fiskapari. Það er því ljóst að brauðin hans duga betur en önnur brauð. Og það sama á við þau brauð og fiska sem dreift er úr bastkörfum ríkissjóðs til lífsskoðunarfélaganna. Flest fá félögin brauð og fiska í hlutfalli við stærð þess sem telur sig eiga samleið með félaginu. Öll nema eitt. Eitt félagið fær nefnilega nánast tvöfölda úthlutun; Ekki bara sóknargjöld, heldur aukaframlag sem telur milljarða, sem byggist á versta samningi sem ríkið hefur nokkurntíman gert og allar líkur á að sé í raun löngu búið að greiða upp. Það er því nokkuð ljós að rétt eins og fyrir tvöþúsund árum, þá eru enn í dag sum brauð stærri en önnur brauð. Höfundur er formaður Siðmenntar, siðrænna húmanista á Íslandi og borðar almennt ekki fisk, en þónokkuð brauð.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar